Sölusprengja hjá Ducati Finnur Thorlacius skrifar 12. maí 2015 16:46 Ducati Scrambler. Ítalski mótorhjólaframleiðandinn Ducati hefur aldrei selt eins mörg mótorhjól og í síðasta mánuði. Ducati seldi 7.309 hjól og sló við fyrri toppmánuði frá maí árið 2012 er það seldi 6.500 hjól. Helsta ástæða þessa góða árangurs er frábær sala í Scrambler hjóli Ducati. Scrambler hjólið hefur selst 52% MEIRA Í Þýskalandi og 50% betur í Bretlandi en í fyrra. Sala á þessu hjóli hefur ekki enn hafist í Bandaríkjunum en mun hefjast á allra næstu vikum þar og því má búast við að sala næstu mánaða verði mjög góð. Salan í heild hjá Ducati er 10% meiri á árinu en á sama tíma í fyrra og er heildarsalan nú 17.881 hjól. Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent
Ítalski mótorhjólaframleiðandinn Ducati hefur aldrei selt eins mörg mótorhjól og í síðasta mánuði. Ducati seldi 7.309 hjól og sló við fyrri toppmánuði frá maí árið 2012 er það seldi 6.500 hjól. Helsta ástæða þessa góða árangurs er frábær sala í Scrambler hjóli Ducati. Scrambler hjólið hefur selst 52% MEIRA Í Þýskalandi og 50% betur í Bretlandi en í fyrra. Sala á þessu hjóli hefur ekki enn hafist í Bandaríkjunum en mun hefjast á allra næstu vikum þar og því má búast við að sala næstu mánaða verði mjög góð. Salan í heild hjá Ducati er 10% meiri á árinu en á sama tíma í fyrra og er heildarsalan nú 17.881 hjól.
Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent