Nepalar óttast nýja skjálfta nær höfuðborginni Heimir Már Pétursson skrifar 12. maí 2015 19:30 Fólki í Nepal varð mjög brugðið þegar annar stór jarðskjálfti reið yfir landið í morgun. Íslenskur hjálparstarfsmaður segir íbúa höfuðborgarinnar hafa þust út á götur í skelfingu en tjón og mannfall var ekkert í líkingu við það sem varð í öflugum jarðskjálfta í síðasta mánuði. Talið er að minnsta kosti 37 manns hafi látist og yfir þúsund manns slasast í skjálftanum í morgun sem mældist 7,3 með upptök tæpa 70 kílómetra frá bænum Namche Bazar, sem stendur nærri Everest-fjalli og 83 kílómetrum norðaustur af Katmandú. Þingfundur stóð yfir þegar skjálftinn varð og flúðu þingmenn þinghúsið í ofvæni.Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður er staddur í Nepal.Vísir/NepalGísli Rafn Ólafsson hefur unnið að því að koma á gervihnattasímasambandi við einstök svæði í Nepal að undanförnu. „Við fundum mjög vel fyrir þessum skjálfta enda varði hann í tæpar 45 sekúndur og var mjög sterkur. Þó hann væri reyndar í 70 kílómetra fjarlægð. En það lék allt á reiðiskjálfi hjá okkur rétt við flugvöllinn þar sem við erum með okkar aðstöðu,“ segir Gísli Rafn. Íbúar Katmandu hafi orðið mjög hræddir enda varla búnir að jafna sig á mjög stórum skjálfta norðvestur af höfuðborginni fyrir um hálfum mánuði. Þar fórust yfir átta þúsund manns í vesturhluta landsins og um hundrað þúsund byggingar hrundu. „Það var mikil skelfing hér í höfuðborginni strax og skjálftinn reið yfir og fólk fór út á götur. Maður sá það nú undir kvöld (klukkan er 6 klst. á undan íslenskum tíma) að fólk var byrjað að setja upp tjöld aftur sem það gisti í fyrstu dagana eftir fyrri skjálftann og hafði verið að taka niður um helgina. Þau eru öll komin upp aftur og greinilegt að fólk ætlar að sofa utandyra,“ segir Gísli Rafn. Ríkharður Már Pétursson rafiðnaðarfræðingur hefur dvalið í Nepal að undanförnu á vegum Rauða krossins og í dag kom Helga Pálmadóttir, hjúkrunarfræðingur þangað. Á morgun bætist Elín Jónasdóttir, sálfræðingur síðan í hópinn. Gísli Rafn segir að nú óttist menn frekari skjálfta og þá nær höfuðborginni. „Sjálft misgengið sem menn voru hræddastir við að myndi skjálfa hér á svæðinu gengur í gegnum sjálfan Katmandu-dalinn og hann hefur ekki hreyfst ennþá. Þannig að menn hafa dálitlar áhyggjur af því að það geti komið eftirskjálftar á því misgengi,“ segir Gísli Rafn Ólafsson. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Íslendingur í Nepal: „Jörðin skalf í fjörutíu og fimm sekúndur“ „Það varð gríðarlegur eftirskjálfi hér í Nepal,“ segir Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður en hann er staddur í Nepal. 12. maí 2015 08:39 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Fólki í Nepal varð mjög brugðið þegar annar stór jarðskjálfti reið yfir landið í morgun. Íslenskur hjálparstarfsmaður segir íbúa höfuðborgarinnar hafa þust út á götur í skelfingu en tjón og mannfall var ekkert í líkingu við það sem varð í öflugum jarðskjálfta í síðasta mánuði. Talið er að minnsta kosti 37 manns hafi látist og yfir þúsund manns slasast í skjálftanum í morgun sem mældist 7,3 með upptök tæpa 70 kílómetra frá bænum Namche Bazar, sem stendur nærri Everest-fjalli og 83 kílómetrum norðaustur af Katmandú. Þingfundur stóð yfir þegar skjálftinn varð og flúðu þingmenn þinghúsið í ofvæni.Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður er staddur í Nepal.Vísir/NepalGísli Rafn Ólafsson hefur unnið að því að koma á gervihnattasímasambandi við einstök svæði í Nepal að undanförnu. „Við fundum mjög vel fyrir þessum skjálfta enda varði hann í tæpar 45 sekúndur og var mjög sterkur. Þó hann væri reyndar í 70 kílómetra fjarlægð. En það lék allt á reiðiskjálfi hjá okkur rétt við flugvöllinn þar sem við erum með okkar aðstöðu,“ segir Gísli Rafn. Íbúar Katmandu hafi orðið mjög hræddir enda varla búnir að jafna sig á mjög stórum skjálfta norðvestur af höfuðborginni fyrir um hálfum mánuði. Þar fórust yfir átta þúsund manns í vesturhluta landsins og um hundrað þúsund byggingar hrundu. „Það var mikil skelfing hér í höfuðborginni strax og skjálftinn reið yfir og fólk fór út á götur. Maður sá það nú undir kvöld (klukkan er 6 klst. á undan íslenskum tíma) að fólk var byrjað að setja upp tjöld aftur sem það gisti í fyrstu dagana eftir fyrri skjálftann og hafði verið að taka niður um helgina. Þau eru öll komin upp aftur og greinilegt að fólk ætlar að sofa utandyra,“ segir Gísli Rafn. Ríkharður Már Pétursson rafiðnaðarfræðingur hefur dvalið í Nepal að undanförnu á vegum Rauða krossins og í dag kom Helga Pálmadóttir, hjúkrunarfræðingur þangað. Á morgun bætist Elín Jónasdóttir, sálfræðingur síðan í hópinn. Gísli Rafn segir að nú óttist menn frekari skjálfta og þá nær höfuðborginni. „Sjálft misgengið sem menn voru hræddastir við að myndi skjálfa hér á svæðinu gengur í gegnum sjálfan Katmandu-dalinn og hann hefur ekki hreyfst ennþá. Þannig að menn hafa dálitlar áhyggjur af því að það geti komið eftirskjálftar á því misgengi,“ segir Gísli Rafn Ólafsson.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Íslendingur í Nepal: „Jörðin skalf í fjörutíu og fimm sekúndur“ „Það varð gríðarlegur eftirskjálfi hér í Nepal,“ segir Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður en hann er staddur í Nepal. 12. maí 2015 08:39 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Íslendingur í Nepal: „Jörðin skalf í fjörutíu og fimm sekúndur“ „Það varð gríðarlegur eftirskjálfi hér í Nepal,“ segir Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður en hann er staddur í Nepal. 12. maí 2015 08:39