Bara undir í tæpar fimm mínútur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2015 06:00 Haukarnir spiluðu frábærlega í úrslitakeppninni. vísir/ernir Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla í fyrrakvöld eftir þrjá sigra í röð á móti nýliðum Aftureldingar en þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Hauka í fimm ár og jafnframt níundi titillinn hjá félaginu á þessari öld. Haukaliðið tapaði ekki leik alla úrslitakeppnina og vann liðin í 1. sæti (Valur), 2. sæti (Afturelding) og 4. sæti (FH) á leið sinni að titlinum. Fimm af átta sigrum Haukaliðsins í úrslitakeppninni komu því á útivelli. Haukar unnu ekki bara alla þrjá leikina á móti Mosfellingum, þeir voru líka með forystuna nær allan tímann í öllu einvíginu þrátt fyrir að spila tvo af leikjunum þremur á heimavelli Aftureldingar að Varmá. Afturelding komst aðeins fjórum sinnum yfir í leikjunum þremur og aldrei meira en eitt mark yfir. Þegar tíminn er lagður saman kemur í ljós að Aftureldingarliðið var aðeins með forystuna í fjórar mínútur og 33 sekúndur í öllu einvíginu. Þetta gerir bara 2,5 prósent af mínútunum 180. Haukaliðið var aftur á móti yfir í 154 mínútur og 31 sekúndu í leikjunum þremur (85 prósent) og stóran hluta þess tíma var Hafnarfjarðarliðið með margra marka forystu. Haukar náðu fimm marka forskoti í öllum þremur leikjunum og komust sex mörkum yfir í fyrri hálfleiknum á bæði leik eitt og tvö. Lokaleikurinn var „jafnastur“ en þar voru Haukarnir með forystuna í 44 mínútur og náðu bara mest þriggja marka forystu í fyrri hálfleiknum. Í fyrstu tveimur leikjunum leiddu Mosfellingar aðeins í 56 sekúndur samanlagt eða eftir að Jóhann Jóhannsson kom liðinu í 3-2 í byrjun leiks eitt. Ellefu mínútum síðan var staðan hins vegar orðin 10-4 fyrir Haukaliðið. Afturelding var lengst með forystuna í einu í kringum hálfleikinn í þriðja og síðasta leiknum. Árni Bragi Eyjólfsson kom þá liðinu yfir í 11-10 þremur sekúndum fyrir hálfleik og Haukar náðu ekki að jafna metin fyrr en eftir einnar mínútu og 43 sekúndna leik í seinni hálfleiknum. Forföll og reynsluleysi háði Aftureldingu vissulega í þessum lokaúrslitum en þegar á hólminn var komið áttu nýliðarnir engin svör við hungri Haukanna, sem ætluðu ekki að tapa þriðja úrslitaeinvíginu í röð.Lið með forystuna í lokaúrslitum Olís-deildar karla 2015: Afturelding yfir: 3 mínútur og 43 sekúndur Jafnt: 22 mínútur og 6 sekúndur Haukar yfir: 154 mínútur og 31 sekúnda Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 24-27 | Fullkomin úrslitakeppni og Haukar Íslandsmeistarar Haukar unnu alla átta leiki sína í úrslitakeppni Olísdeildarinnar og standa uppi sem Íslandsmeistarar í handbolta karla 2015. 11. maí 2015 17:06 Fullkomin kveðjugjöf Haukar gáfu Patreki Jóhannessyni, þjálfara sínum, fullkomna kveðjugjöf í gær eftir að liðið tryggði sér sinn tíunda Íslandsmeistaratitil í sögu félagsins með þriggja marka sigri á Aftureldingu í Mosfellsbæ, 27-24. 12. maí 2015 06:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 22-23 | Haukar stela fyrsta leiknum Haukar eru komnir 1-0 yfir í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla eftir magnaðan sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í háspennuleik. 6. maí 2015 17:02 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Afturelding 21-16 | Haukar í 2-0 Haukar geta orðið Íslandsmeistarar á mánudag þegar þeir leika gegn Aftureldingu í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar unnu sanngjarnan sigur í kvöld á Ásvöllum og eru komnir í 2-0 í einvíginu. Liðin leika í Mosfellsbæ á mánudag. 8. maí 2015 21:15 Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla í fyrrakvöld eftir þrjá sigra í röð á móti nýliðum Aftureldingar en þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Hauka í fimm ár og jafnframt níundi titillinn hjá félaginu á þessari öld. Haukaliðið tapaði ekki leik alla úrslitakeppnina og vann liðin í 1. sæti (Valur), 2. sæti (Afturelding) og 4. sæti (FH) á leið sinni að titlinum. Fimm af átta sigrum Haukaliðsins í úrslitakeppninni komu því á útivelli. Haukar unnu ekki bara alla þrjá leikina á móti Mosfellingum, þeir voru líka með forystuna nær allan tímann í öllu einvíginu þrátt fyrir að spila tvo af leikjunum þremur á heimavelli Aftureldingar að Varmá. Afturelding komst aðeins fjórum sinnum yfir í leikjunum þremur og aldrei meira en eitt mark yfir. Þegar tíminn er lagður saman kemur í ljós að Aftureldingarliðið var aðeins með forystuna í fjórar mínútur og 33 sekúndur í öllu einvíginu. Þetta gerir bara 2,5 prósent af mínútunum 180. Haukaliðið var aftur á móti yfir í 154 mínútur og 31 sekúndu í leikjunum þremur (85 prósent) og stóran hluta þess tíma var Hafnarfjarðarliðið með margra marka forystu. Haukar náðu fimm marka forskoti í öllum þremur leikjunum og komust sex mörkum yfir í fyrri hálfleiknum á bæði leik eitt og tvö. Lokaleikurinn var „jafnastur“ en þar voru Haukarnir með forystuna í 44 mínútur og náðu bara mest þriggja marka forystu í fyrri hálfleiknum. Í fyrstu tveimur leikjunum leiddu Mosfellingar aðeins í 56 sekúndur samanlagt eða eftir að Jóhann Jóhannsson kom liðinu í 3-2 í byrjun leiks eitt. Ellefu mínútum síðan var staðan hins vegar orðin 10-4 fyrir Haukaliðið. Afturelding var lengst með forystuna í einu í kringum hálfleikinn í þriðja og síðasta leiknum. Árni Bragi Eyjólfsson kom þá liðinu yfir í 11-10 þremur sekúndum fyrir hálfleik og Haukar náðu ekki að jafna metin fyrr en eftir einnar mínútu og 43 sekúndna leik í seinni hálfleiknum. Forföll og reynsluleysi háði Aftureldingu vissulega í þessum lokaúrslitum en þegar á hólminn var komið áttu nýliðarnir engin svör við hungri Haukanna, sem ætluðu ekki að tapa þriðja úrslitaeinvíginu í röð.Lið með forystuna í lokaúrslitum Olís-deildar karla 2015: Afturelding yfir: 3 mínútur og 43 sekúndur Jafnt: 22 mínútur og 6 sekúndur Haukar yfir: 154 mínútur og 31 sekúnda
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 24-27 | Fullkomin úrslitakeppni og Haukar Íslandsmeistarar Haukar unnu alla átta leiki sína í úrslitakeppni Olísdeildarinnar og standa uppi sem Íslandsmeistarar í handbolta karla 2015. 11. maí 2015 17:06 Fullkomin kveðjugjöf Haukar gáfu Patreki Jóhannessyni, þjálfara sínum, fullkomna kveðjugjöf í gær eftir að liðið tryggði sér sinn tíunda Íslandsmeistaratitil í sögu félagsins með þriggja marka sigri á Aftureldingu í Mosfellsbæ, 27-24. 12. maí 2015 06:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 22-23 | Haukar stela fyrsta leiknum Haukar eru komnir 1-0 yfir í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla eftir magnaðan sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í háspennuleik. 6. maí 2015 17:02 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Afturelding 21-16 | Haukar í 2-0 Haukar geta orðið Íslandsmeistarar á mánudag þegar þeir leika gegn Aftureldingu í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar unnu sanngjarnan sigur í kvöld á Ásvöllum og eru komnir í 2-0 í einvíginu. Liðin leika í Mosfellsbæ á mánudag. 8. maí 2015 21:15 Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 24-27 | Fullkomin úrslitakeppni og Haukar Íslandsmeistarar Haukar unnu alla átta leiki sína í úrslitakeppni Olísdeildarinnar og standa uppi sem Íslandsmeistarar í handbolta karla 2015. 11. maí 2015 17:06
Fullkomin kveðjugjöf Haukar gáfu Patreki Jóhannessyni, þjálfara sínum, fullkomna kveðjugjöf í gær eftir að liðið tryggði sér sinn tíunda Íslandsmeistaratitil í sögu félagsins með þriggja marka sigri á Aftureldingu í Mosfellsbæ, 27-24. 12. maí 2015 06:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 22-23 | Haukar stela fyrsta leiknum Haukar eru komnir 1-0 yfir í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla eftir magnaðan sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í háspennuleik. 6. maí 2015 17:02
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Afturelding 21-16 | Haukar í 2-0 Haukar geta orðið Íslandsmeistarar á mánudag þegar þeir leika gegn Aftureldingu í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar unnu sanngjarnan sigur í kvöld á Ásvöllum og eru komnir í 2-0 í einvíginu. Liðin leika í Mosfellsbæ á mánudag. 8. maí 2015 21:15