Toyota og Nissan innkalla 6,5 milljón bíla Finnur Thorlacius skrifar 13. maí 2015 09:22 Toyota Corolla og Yaris bílar eru á meðal bíla sem innkallaðir verða. Innkallanir á bílum sem eru með gallaða öryggispúða frá japanska framleiðandanum Takata halda enn áfram. Nú hefur Toyota og Nissan ákveðið að innkalla enn eina 6,5 milljón bíla vegna gallans. Toyota innkallar 5 milljónir bíla af Corolla, Yaris og fleiri gerðum og eru 1,27 milljónir þeirra í Evrópu. Nissan innkallar 1,56 milljón bíla og eru 563.000 þeirra í Evrópu. Hjá Honda er líklegt að til frekari innköllunar á bílum með Takata öryggispúða komi á næstunni, en 6 hafa látist í Honda bílum vegan þessara gölluðu púða. Mjög margar kærur vegan þessara galla blasa við Takata frá Bandaríkjunum og Kanada. Hjá Toyota hefur mest áhersla veið lögð á innkallanir bíla sem eru í fylkjum þar sem raki er mikill, svo sem í þeim fylkjum Bandaríkjanna sem liggja að suðurströnd landsins. Er það vegna þess að gallinn kemur fyrr fram í miklum raka. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort eða hve margir bílar á Íslandi heyra undir þessar innkallanir nú. Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður
Innkallanir á bílum sem eru með gallaða öryggispúða frá japanska framleiðandanum Takata halda enn áfram. Nú hefur Toyota og Nissan ákveðið að innkalla enn eina 6,5 milljón bíla vegna gallans. Toyota innkallar 5 milljónir bíla af Corolla, Yaris og fleiri gerðum og eru 1,27 milljónir þeirra í Evrópu. Nissan innkallar 1,56 milljón bíla og eru 563.000 þeirra í Evrópu. Hjá Honda er líklegt að til frekari innköllunar á bílum með Takata öryggispúða komi á næstunni, en 6 hafa látist í Honda bílum vegan þessara gölluðu púða. Mjög margar kærur vegan þessara galla blasa við Takata frá Bandaríkjunum og Kanada. Hjá Toyota hefur mest áhersla veið lögð á innkallanir bíla sem eru í fylkjum þar sem raki er mikill, svo sem í þeim fylkjum Bandaríkjanna sem liggja að suðurströnd landsins. Er það vegna þess að gallinn kemur fyrr fram í miklum raka. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort eða hve margir bílar á Íslandi heyra undir þessar innkallanir nú.
Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður