Nýr Camaro fær 4 strokka vél Finnur Thorlacius skrifar 15. maí 2015 15:53 Tilgátumynd af Chevrolet Camaro 2016 Lekið hefur út að næsta gerð Chevrolet Camaro verði meðal annars í boði með fjögurra strokka vél sem er 270 hestöfl. Er það í fyrsta skipti sem þessi kunni kraftabíll fær svo litla vél. Vélar í bílum fara nú síminnkandi og strokkum fækkandi þrátt fyrir það að aflið þeirra aukist. Þessi nýja vél í Camaro er aðeins með 2,0 lítra sprengirými en stór forþjappa eykur afl hennar verulega. Camaro verður einnig hægt að fá með V8 vél sem skilar 440 hestöflum, en núverandi V8 vél er 426 hestöfl. Þá verður hann einnig í boði með 3,6 lítra V6 vél sem er 330 hestöfl. Nýr Chevrolet Camaro verður umtalsvert léttari en núverandi bíll, þökk sé aukinni notkun áls og hann verður því talsvert betri akstursbíll, er haft eftir Chevrolet mönnum. Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður
Lekið hefur út að næsta gerð Chevrolet Camaro verði meðal annars í boði með fjögurra strokka vél sem er 270 hestöfl. Er það í fyrsta skipti sem þessi kunni kraftabíll fær svo litla vél. Vélar í bílum fara nú síminnkandi og strokkum fækkandi þrátt fyrir það að aflið þeirra aukist. Þessi nýja vél í Camaro er aðeins með 2,0 lítra sprengirými en stór forþjappa eykur afl hennar verulega. Camaro verður einnig hægt að fá með V8 vél sem skilar 440 hestöflum, en núverandi V8 vél er 426 hestöfl. Þá verður hann einnig í boði með 3,6 lítra V6 vél sem er 330 hestöfl. Nýr Chevrolet Camaro verður umtalsvert léttari en núverandi bíll, þökk sé aukinni notkun áls og hann verður því talsvert betri akstursbíll, er haft eftir Chevrolet mönnum.
Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður