Rúnar Kristinsson og lærisveinar hans í Lilleström unnu góðan 3-1 sigur á Sarpsborg 08 í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Staðan var 0-1 fyrir Lilleström í hálfleik sem bætti við tveimur mörkum í síðari hálfleik áður en Sarpsborg klóraði í bakkann.
Lilleström er komið upp í áttunda sætið, en liðið er með tólf stig eftir níu leiki.
Finnur Orri Margeirsson spilaði allan leikinn fyrir Lilleström, en Árni Vilhjálmsson var ekki í leikmannahópnum.
Rosenborg vann stórsigur á Sandefjord 5-1 í sömu deild. Staðan var 2-1 fyrir Rosenborg í hálfleik sem spýtti í lófana í síðari hálfleik og vann að lokum 5-1.
Rosenborg er á toppnum með 22 stig, en Stabæk kemur næst með 20 stig.
Hólmar Örn Eyjólfsson stóð vaktina í vörn Rosenborg allan leikinn.
Daníel Leó Grétarsson spilaði í þrjátíu mínútum fyrir Álasund sem tapaði 3-1 gegn Stromsgodset á útivelli í dag.
Aron Þrándarson spilaði ekki vegna meiðsla, en Álasund er með ellefu stig eftir níu leiki. Liðið er í ellefta sæti.
Lilleström og Rosenborg með sigra
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti






Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti


Belgar kveðja EM með sigri
Fótbolti
