Rory McIlroy kláraði dæmið á Wells Fargo meistaramótinu 17. maí 2015 23:35 McIlroy fær ekki nóg af því að sigra. Getty Rory McIlroy sigraði á sínu þriðja atvinnugolfmóti á árinu en hann hafði mikla yfirburði á Wells Fargo meistaramótinu sem kláraðist í kvöld. McIlroy lék hringina fjóra á Quail Hollow vellinum á 21 höggi undir pari og sigraði að lokum örugglega með sjö högga mun en Webb Simpson og Patrick Rodgers deildu öðru sætinu á 14 höggum undir pari. Lykillinn að sigri McIlroy var án efa stórbrotin frammistaða hans á þriðja hring í gær þar sem hann setti vallarmet og kom inn á ellefu höggum undir pari. Það kom svo á daginn að enginn gat gert atlögu að Norður-Íranum magnaða á lokahringnum í kvöld sem hann lék á 69 höggum eða þremur undir pari. Það er óhætt að segja að McIlroy sé í sínu allra besta formi þessa dagana en hann sigraði á Heimsmótinu í holukeppni fyrir tveimur vikum og hefur endað í einu af tíu efstu sætunum í síðustu sex af átta PGA-mótum sem hann hefur tekið þátt í. Hann mun þó taka sér frí frá PGA-mótaröðinni í næstu viku en ásamt honum munu margir af bestu kylfingum heims flykkjast til Englands á Evrópumótaröðina þar sem BMW PGA meistaramótið fer fram á Wentworth vellinum. Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Rory McIlroy sigraði á sínu þriðja atvinnugolfmóti á árinu en hann hafði mikla yfirburði á Wells Fargo meistaramótinu sem kláraðist í kvöld. McIlroy lék hringina fjóra á Quail Hollow vellinum á 21 höggi undir pari og sigraði að lokum örugglega með sjö högga mun en Webb Simpson og Patrick Rodgers deildu öðru sætinu á 14 höggum undir pari. Lykillinn að sigri McIlroy var án efa stórbrotin frammistaða hans á þriðja hring í gær þar sem hann setti vallarmet og kom inn á ellefu höggum undir pari. Það kom svo á daginn að enginn gat gert atlögu að Norður-Íranum magnaða á lokahringnum í kvöld sem hann lék á 69 höggum eða þremur undir pari. Það er óhætt að segja að McIlroy sé í sínu allra besta formi þessa dagana en hann sigraði á Heimsmótinu í holukeppni fyrir tveimur vikum og hefur endað í einu af tíu efstu sætunum í síðustu sex af átta PGA-mótum sem hann hefur tekið þátt í. Hann mun þó taka sér frí frá PGA-mótaröðinni í næstu viku en ásamt honum munu margir af bestu kylfingum heims flykkjast til Englands á Evrópumótaröðina þar sem BMW PGA meistaramótið fer fram á Wentworth vellinum.
Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira