Söluminnkun Volkswagen Group í apríl Finnur Thorlacius skrifar 18. maí 2015 10:25 Fjöldamörg bílamerki tilheyra Volkswagen Group. Stöðug söluaukning hjá hinni stóru bílafjölskyldu Volkswagen Group hefur verið samfellt í fjögur og hálft ár, þar til í apríl á þessu ári, en þá varð 1,3% söluminnkun. Mestu munaði þar um 4,8% söluminnkun aðalmerkisins, Volkswagen, en Audi, Porsche og fleiri bílamerki Volkswagen Group gerðu mun betur og uku verulega við sölu sína. Sala Volkswagen bíla á ýmsum mörkuðum minnkaði mikið. Í Brasilíu varð hún til dæmis 26,7% og aðeins varð 0,2% aukning á hinum stóra bílamarkaði í Kína. Enn fremur er söluminnkun í Bandaríkjunum og Rússlandi áhyggjuefni hjá Volkswagen. Í Kína varð hinsvegar 2% aukning í sölu á fyrstu þremur mánuðum ársins. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins hefur þó orðið 1% heildaraukning í sölu Volkswagen bíla í heiminum og salan náð 3,34 milljónum bíla. Á sama tíma hefur aukning í sölu Audi bíla numið 5,2%, Skoda um 6,1, Seat um 8,6% og Porsche hvorki meira né minna en um 32%. Þar sem sala Volkswagen bíla vegur svo mikið í heildarsölunni er aukningin þó ekki meiri en raun ber vitni. Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent
Stöðug söluaukning hjá hinni stóru bílafjölskyldu Volkswagen Group hefur verið samfellt í fjögur og hálft ár, þar til í apríl á þessu ári, en þá varð 1,3% söluminnkun. Mestu munaði þar um 4,8% söluminnkun aðalmerkisins, Volkswagen, en Audi, Porsche og fleiri bílamerki Volkswagen Group gerðu mun betur og uku verulega við sölu sína. Sala Volkswagen bíla á ýmsum mörkuðum minnkaði mikið. Í Brasilíu varð hún til dæmis 26,7% og aðeins varð 0,2% aukning á hinum stóra bílamarkaði í Kína. Enn fremur er söluminnkun í Bandaríkjunum og Rússlandi áhyggjuefni hjá Volkswagen. Í Kína varð hinsvegar 2% aukning í sölu á fyrstu þremur mánuðum ársins. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins hefur þó orðið 1% heildaraukning í sölu Volkswagen bíla í heiminum og salan náð 3,34 milljónum bíla. Á sama tíma hefur aukning í sölu Audi bíla numið 5,2%, Skoda um 6,1, Seat um 8,6% og Porsche hvorki meira né minna en um 32%. Þar sem sala Volkswagen bíla vegur svo mikið í heildarsölunni er aukningin þó ekki meiri en raun ber vitni.
Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent