Lamborghini Aventador undir 7 mínútum á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 19. maí 2015 09:31 Listi þeirra bíla sem farið hafa hringinn á Nürburgring keppnisbrautinni undir 7 mínútum er ekki langur. Hann taldi aðeins 3 bíla áður en Lamborghini Aventador LP750-4 SV náði því nú um helgina. Hinir þrír eru Porsche 918 Spyder, sem á brautarmetið, McLaren P1 og Radical SR8. Lamborghini kynnti þessa nýju gerð Aventador sem ber alla þessa LP750-4 SV stafi fyrir tveimur mánuðum á bílasýningunni í Genf. Hann er með V12 vél sem fyrr, en nú er hún orðin 740 hestöfl. Það skilar bílnum í 100 km hraða á 2,8 sekúndum og hámarkshraði hans er 350 km/klst. Það sem er kannski merkilegast við að þessi bíll hafi náð undir 7 mínútum á Nürburgring brautinni er að hann er ekki með forþjöppu, keflablásara, né rafmótora. Á það ekki við hina þrjá bílana sem náð hafa undir 7 mínútum. Nokkuð tæpt stóð að þessi Lamborghini Aventador næði undir 7 mínúturnar, en tími hans á brautinni var 6:59,73. Sjá má bílinn aka brautina í meðfylgjandi myndskeiði og þar sést að hann nær t.d. 325 km hraða á lengsta beina kafla brautarinnar og aðeins í alkröppustu beygjunum fer hann undir 100 km/klst. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Listi þeirra bíla sem farið hafa hringinn á Nürburgring keppnisbrautinni undir 7 mínútum er ekki langur. Hann taldi aðeins 3 bíla áður en Lamborghini Aventador LP750-4 SV náði því nú um helgina. Hinir þrír eru Porsche 918 Spyder, sem á brautarmetið, McLaren P1 og Radical SR8. Lamborghini kynnti þessa nýju gerð Aventador sem ber alla þessa LP750-4 SV stafi fyrir tveimur mánuðum á bílasýningunni í Genf. Hann er með V12 vél sem fyrr, en nú er hún orðin 740 hestöfl. Það skilar bílnum í 100 km hraða á 2,8 sekúndum og hámarkshraði hans er 350 km/klst. Það sem er kannski merkilegast við að þessi bíll hafi náð undir 7 mínútum á Nürburgring brautinni er að hann er ekki með forþjöppu, keflablásara, né rafmótora. Á það ekki við hina þrjá bílana sem náð hafa undir 7 mínútum. Nokkuð tæpt stóð að þessi Lamborghini Aventador næði undir 7 mínúturnar, en tími hans á brautinni var 6:59,73. Sjá má bílinn aka brautina í meðfylgjandi myndskeiði og þar sést að hann nær t.d. 325 km hraða á lengsta beina kafla brautarinnar og aðeins í alkröppustu beygjunum fer hann undir 100 km/klst.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent