Skoda Octavia G-TEC kemst 1.330 km á tankfylli Finnur Thorlacius skrifar 5. maí 2015 09:20 Gestur Benediktsson, sölustjóri Skoda, afhendir fyrsta Skoda Octavia G-TEC bílinn. Á dögunum afhenti Hekla fyrsta Skoda Octavia G-TEC bílinn sem er einmitt fyrsti metanbíll Skoda. Bíllinn lítur út eins og venjulega Skoda Octavia en G-TEC útgáfan er að mörgu leyti einstök en fyrst ber að nefna að hann er bæði metan- og bensínbíll. Í bílnum eru samtals tveir eldsneytistankar. Á metantankinum einum og sér kemst bíllinn allt að 410 kílómetra og á bensíntankinum allt að 930 kílómetra. Á þessu komast ökumenn 1.330 km án þess að fylla á sem gerir bílinn fullkominn bíl fyrir umhverfisvænan akstur. Það þarf engu að fórna til að vera umhverfisvænn á þessum bíl. Allir Skoda bílar eru hannaðir með skilvirkni í huga með þróaðri tækni til að valda sem minnstum gróðurhúsaáhrifum. Til dæmis valda Skoda G-TEC bílar áþreifanlega minni mengun en bílar sem nota hefðbundið eldsneyti, ekki aðeins hvað varðar nitrogen oxíð, karbón mónoxíð og díoxíð og botnfallsefni, heldur líka hvað varðar krabbameinsvaldandi efni á borð við vetniskol, aldehýð og ilmandi efni á borð við bensól. Gas er elsta eldsneytið fyrir vélar sem brennir eldsneyti. Um allan heim hafa bílaframleiðendur haft margra áratuga reynslu af náttúrulegu gasi sem eldsneyti. Jafnvel áður en Carl Benz og Gottlieb Daimler komu bensínvélum sínum á markað höfðu Etienne Lenoir í Frakklandi og Nikolaus Otto í Þýskalandi byggt gasknúnar vélar snemma á sjöunda áratug 19. aldar. Þar sem bíllinn er mjög umhverfisvænn er hann undanskilinn vörugjöldum sem gerir hann mjög hagkvæman í innkaupum, sem og í rekstri. Octavia G-TEC er knúinn bi-fuel 4ra strokka vél með afgassforþjöppu og er hún 110 hestöfl. TSI vélin sem er með 1,4 lítra sprengirými gengur aðallega fyrir CNG gasi en virkni hennar og aksturssvið eru aukin með 50 lítra bensíntanki. Svo er þægilegt og hreinlegt að fylla á Octavia. Ef skynsemin réði væru ansi margir á ŠKODA Octavia G-TEC. Í honum samtvinnast fegurð, kraftur og virðing fyrir umhverfinu. G-TEC sameinar kosti metans og bensíns, ökumenn nýta íslenska orku og lækkar eldsneytiskostnað um allt að 35%. Hver vill ekki fara 1.330 km án þess að fylla á og fá svo líka frítt í stæði? Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent
Á dögunum afhenti Hekla fyrsta Skoda Octavia G-TEC bílinn sem er einmitt fyrsti metanbíll Skoda. Bíllinn lítur út eins og venjulega Skoda Octavia en G-TEC útgáfan er að mörgu leyti einstök en fyrst ber að nefna að hann er bæði metan- og bensínbíll. Í bílnum eru samtals tveir eldsneytistankar. Á metantankinum einum og sér kemst bíllinn allt að 410 kílómetra og á bensíntankinum allt að 930 kílómetra. Á þessu komast ökumenn 1.330 km án þess að fylla á sem gerir bílinn fullkominn bíl fyrir umhverfisvænan akstur. Það þarf engu að fórna til að vera umhverfisvænn á þessum bíl. Allir Skoda bílar eru hannaðir með skilvirkni í huga með þróaðri tækni til að valda sem minnstum gróðurhúsaáhrifum. Til dæmis valda Skoda G-TEC bílar áþreifanlega minni mengun en bílar sem nota hefðbundið eldsneyti, ekki aðeins hvað varðar nitrogen oxíð, karbón mónoxíð og díoxíð og botnfallsefni, heldur líka hvað varðar krabbameinsvaldandi efni á borð við vetniskol, aldehýð og ilmandi efni á borð við bensól. Gas er elsta eldsneytið fyrir vélar sem brennir eldsneyti. Um allan heim hafa bílaframleiðendur haft margra áratuga reynslu af náttúrulegu gasi sem eldsneyti. Jafnvel áður en Carl Benz og Gottlieb Daimler komu bensínvélum sínum á markað höfðu Etienne Lenoir í Frakklandi og Nikolaus Otto í Þýskalandi byggt gasknúnar vélar snemma á sjöunda áratug 19. aldar. Þar sem bíllinn er mjög umhverfisvænn er hann undanskilinn vörugjöldum sem gerir hann mjög hagkvæman í innkaupum, sem og í rekstri. Octavia G-TEC er knúinn bi-fuel 4ra strokka vél með afgassforþjöppu og er hún 110 hestöfl. TSI vélin sem er með 1,4 lítra sprengirými gengur aðallega fyrir CNG gasi en virkni hennar og aksturssvið eru aukin með 50 lítra bensíntanki. Svo er þægilegt og hreinlegt að fylla á Octavia. Ef skynsemin réði væru ansi margir á ŠKODA Octavia G-TEC. Í honum samtvinnast fegurð, kraftur og virðing fyrir umhverfinu. G-TEC sameinar kosti metans og bensíns, ökumenn nýta íslenska orku og lækkar eldsneytiskostnað um allt að 35%. Hver vill ekki fara 1.330 km án þess að fylla á og fá svo líka frítt í stæði?
Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent