Magn sótagna einungis fimmtungur þess sem var Finnur Thorlacius skrifar 5. maí 2015 10:02 Nýja 1,5 lítra dísilvélin í Renault Clio, sem mun reyndar sjást í fleiri bílgerðum. Í umfjöllun fjölmiðla að undanförnu hefur verið rætt um sótagnamengun frá díslilvélum. Í nýrri dísilvél Renault sem væntanleg er í Clio og fleiri gerðir er magn sótagna frá útblæstri aðeins fimmtungur þess sem það var og er það í samræmi við hertar umhverfiskröfur Evrópusambandsins sem lýst er í Euro 6 reglugerð ESB sem tekur gildi í haust. Í nýju reglugerðinni má magn sótagna í dísilvélum vera að hámarki 40% þess sem nú er leyfilegt samkvæmt núgildandi reglugerð, Euro 5. Sótagnir eru mældar á grundvelli svokallaðra NOx-gilda. Staðreyndin er sú að með nýju reglugerð ESB, Euro 6, verða kröfur til mengunar frá bensín- og dísilvélum mjög áþekkar, og hefur Renault þegar uppfyllt þessar kröfur og raunar gott betur. Sem dæmi býður Renault afar öfluga 1,5 lítra, 90 hestafla dísilvél með 220 Nm togi. Eyðslan er aðeins 3,3 lítrar á hverja 100/km í blönduðum akstri* og er sótagnagildi vélarinnar (NOx) aðeins 33,9 mg/km sem er sambærilegt og í mörgum nýjustu bensínvélunum á markaðnum. Til samanburðar er sótagnagildi nýju 0,9 lítra 90 hestafla bensínvélarinnar í Clio 28,1 mg/km sem er lítils háttar minna en í dísilvélinni. Leitun er að jafn umhverfismildri dísilvél sem eyðir jafn litlu og þessi frá Renault auk þess sem sótagnagildið er komið í það minnsta sem líkur eru á að náist í dísilvélum í þessum stærðarflokki. Á undanförnum árum hafa evrópskir bílaframleiðendur náð verulegum árangri í þróun umhverfismildari dísilvéla til að uppfylla kröfur Euro 6 sem hefur að markmiði að bæta loftgæði, ekki síst í þéttbýli. Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent
Í umfjöllun fjölmiðla að undanförnu hefur verið rætt um sótagnamengun frá díslilvélum. Í nýrri dísilvél Renault sem væntanleg er í Clio og fleiri gerðir er magn sótagna frá útblæstri aðeins fimmtungur þess sem það var og er það í samræmi við hertar umhverfiskröfur Evrópusambandsins sem lýst er í Euro 6 reglugerð ESB sem tekur gildi í haust. Í nýju reglugerðinni má magn sótagna í dísilvélum vera að hámarki 40% þess sem nú er leyfilegt samkvæmt núgildandi reglugerð, Euro 5. Sótagnir eru mældar á grundvelli svokallaðra NOx-gilda. Staðreyndin er sú að með nýju reglugerð ESB, Euro 6, verða kröfur til mengunar frá bensín- og dísilvélum mjög áþekkar, og hefur Renault þegar uppfyllt þessar kröfur og raunar gott betur. Sem dæmi býður Renault afar öfluga 1,5 lítra, 90 hestafla dísilvél með 220 Nm togi. Eyðslan er aðeins 3,3 lítrar á hverja 100/km í blönduðum akstri* og er sótagnagildi vélarinnar (NOx) aðeins 33,9 mg/km sem er sambærilegt og í mörgum nýjustu bensínvélunum á markaðnum. Til samanburðar er sótagnagildi nýju 0,9 lítra 90 hestafla bensínvélarinnar í Clio 28,1 mg/km sem er lítils háttar minna en í dísilvélinni. Leitun er að jafn umhverfismildri dísilvél sem eyðir jafn litlu og þessi frá Renault auk þess sem sótagnagildið er komið í það minnsta sem líkur eru á að náist í dísilvélum í þessum stærðarflokki. Á undanförnum árum hafa evrópskir bílaframleiðendur náð verulegum árangri í þróun umhverfismildari dísilvéla til að uppfylla kröfur Euro 6 sem hefur að markmiði að bæta loftgæði, ekki síst í þéttbýli.
Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent