Stórbættur og flottur Mondeo Finnur Thorlacius skrifar 5. maí 2015 15:32 Ford Mondeo í langbaksútfærslu. Reynsluakstur - Ford Mondeo Lengi hefur verið beðið eftir nýrri kynslóð Ford Mondeo en stutt er síðan hann kom til sölu í Brimborg. Ford Mondeo kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1992 en nú kemur hann af fjórðu kynslóð, átta árum eftir að þriðja kynslóð hans var kynnt. Nýjum Ford Mondeo hefur verið afar vel tekið og hefur hann sópað til sín verðlaunum nú þegar og snemma á árinu hlaut hann til að mynda vegtyllurnar besti langbakurinn af breska tímaritinu What Car? og fyrirtækjabíll ársins í Danmörku. Ford Mondeo á margan keppinautinn og á ekki ósvipuðum tíma kom ef til vill hans helsti keppinautur, Volkswagen Passat af nýrri kynslóð, sem og andlitslyft Mazda6. Ennfremur stendur bílum í þessum flokki nokkur ógn af dýrari lúxusbílum að svipaðri stærð, þ.e. Audi A4, BMW 3-línan og Mercedes Benz C-Class. Ford Mondeo var reynsluekið á dögunum og ekki verður annað sagt en hann standi undir þeim verðlaunum sem hann hefur þegar hlotið, hér er kominn afar vandaður og fagur bíll með fína eiginleika.Fagur sýnum og sver sig í ættina Útlit þessarar nýju kynslóðar er ansi mikið breytt frá þeirri fyrri og hefur tekist einkar vel til í hönnun hans. Greinarritari er hrifnastur af framenda bílsins, sem er grimmur og sportlegur, en aðrir hlutar bílsins eru einnig fallegir sýnum. Framendinn er reyndar afar klassískur þegar um bíl frá Ford áhrærir, en hann er mjög líkur framenda bæði Fiesta og Focus bílanna með sitt stóra grill sem margir hafa reyndar sagt að sé stolið frá Aston Martin. Straumlínulöguð og lítil framljós bílsins auka á sportlegt útlitið og voldugt grillið ýtir enn undir flottheitin. Mondeo er nú allur straumlínulagaðri og segir Ford að loftmótsstaða hans hafi batnað um 10% og kemur það ekki á óvart. Innréttingin er öll endurhönnuð og mjög falleg. Ekki veitti þó af þar sem fyrri kynslóð hans var svosem ekkert augnayndi og bætt efnisnotkun og frískleg hönnun setur þennan bíl á nýjan stall. Mikil bót er í aukinni einangrun bílsins og er hann svo hljóðlátur að undrum sætir.Öflugur dísilrokkur Ford Mondeo má fá hér á landi með þremur gerðum bensínvéla, 125 til 160 hestafla og þremur gerðum dísilvéla, 150 til 180 hestafla. Merkilegt er að í svona stórum bíl sé að finna 1,0 lítra bensínvélina, en hún hefur verið valin vél ársins í heiminum þrjú ár í röð og er algjörlega frábær vél og 125 hestöfl. Tæplega getur bíllinn þó verið sérlega röskur með henni en víst er að eyðsla hans er lítil. Allt annað verður sagt um vélina sem var í reynsluakstursbílnum en hún var 180 hestafla dísilvél og alger kraftaköggull. Með henni er bíllinn sem spyrnukerra og aldrei skortir hann afl. Samt sem áður var eyðsla bílsins ferlega lítil og sáust oftast tölur milli 6 og 7 lítrar á hverja hundrað kílómetra og er það frábært fyrir svo stóra vél í stórum bíl. Bíllinn var af sedan-gerð en Mondeo má einnig fá sem langbak og þykir greinarskrifara hann enn fagurri og yrði hann alltaf fyrir valinu, auk þess sem flutningsrými hans er talsvert meira.Þægilegur í akstri en engin fimleikastjarna Aksturshæfni Ford Mondeo er með ágætasta móti en hann tekur þó ekki mikið fram fyrri gerð bílsins. Hann er hrikalega ljúfur í akstri en þar sem fyrri gerð Mondeo var líklega með bestu aksturseiginleikana í sínum flokki má hann nú passa sig vegna stórbættrar aksturshæfni Volkswagen Passat og ekki síst Mazda6. Liðleiki bílsins í akstri er mikill og áhersla hefur greinilega verið lögð á þægindin í akstri en fyrir vikið er hann ekki eins beittur og nákvæmur og fyrri gerð og áðurnefndir bílar. Flestir myndu þó þakka fyrir þessa breytingu bílsins, en fyrir þá sem hyggjast taka af fullu afli á eiginleikum bílsins gæti gætt örlítilla vonbrigða. Langflestir aka þó bílum sínum þannig að þægindi og ljúfur akstur skiptir mestu og þeir bensínþungu eru jú ekki alltaf að reyna á fulla getu bílsins. Ford Mondeo er á afar góðu verði og ódýrasta gerð hans er á 3.990.000 kr. sem er frábært verð fyrir svo stóran og flottan bíl. Það á reyndar við um tvo stærstu keppinauta hans, VW Passat og Mazda6. Það getur varla talist tilviljun, en það verður að segjast að allir þessir bílar er hrikalega góðir og kannski fara aftur að seljast bílar hér á landi í þessum stærðarflokki, en þeir hafa selst harla lítið frá hruni. Taka skal fram að reynsluakstursbíllinn með 180 hestafla dísilvélinni kostar 5.690.000 kr. en þá er hann líka í vandaðir Titanium útfærslu.Kostir: Útlit, rými, eyðsla, innréttingÓkostir: Lítil framför í aksturshæfni 2,0 l. dísilvél, 180 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 4,8 l./100 km í bl. akstri Mengun: 125 g/km CO2 Hröðun: 8,6 sek. Hámarkshraði: 223 km/klst Verð frá: 3.990.000 kr. Umboð: BrimborgStórt grillið er einkennandi og í ætt við aðra bíla Ford.Smekklegt innra útlit og stafrænir mælar. Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent
Reynsluakstur - Ford Mondeo Lengi hefur verið beðið eftir nýrri kynslóð Ford Mondeo en stutt er síðan hann kom til sölu í Brimborg. Ford Mondeo kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1992 en nú kemur hann af fjórðu kynslóð, átta árum eftir að þriðja kynslóð hans var kynnt. Nýjum Ford Mondeo hefur verið afar vel tekið og hefur hann sópað til sín verðlaunum nú þegar og snemma á árinu hlaut hann til að mynda vegtyllurnar besti langbakurinn af breska tímaritinu What Car? og fyrirtækjabíll ársins í Danmörku. Ford Mondeo á margan keppinautinn og á ekki ósvipuðum tíma kom ef til vill hans helsti keppinautur, Volkswagen Passat af nýrri kynslóð, sem og andlitslyft Mazda6. Ennfremur stendur bílum í þessum flokki nokkur ógn af dýrari lúxusbílum að svipaðri stærð, þ.e. Audi A4, BMW 3-línan og Mercedes Benz C-Class. Ford Mondeo var reynsluekið á dögunum og ekki verður annað sagt en hann standi undir þeim verðlaunum sem hann hefur þegar hlotið, hér er kominn afar vandaður og fagur bíll með fína eiginleika.Fagur sýnum og sver sig í ættina Útlit þessarar nýju kynslóðar er ansi mikið breytt frá þeirri fyrri og hefur tekist einkar vel til í hönnun hans. Greinarritari er hrifnastur af framenda bílsins, sem er grimmur og sportlegur, en aðrir hlutar bílsins eru einnig fallegir sýnum. Framendinn er reyndar afar klassískur þegar um bíl frá Ford áhrærir, en hann er mjög líkur framenda bæði Fiesta og Focus bílanna með sitt stóra grill sem margir hafa reyndar sagt að sé stolið frá Aston Martin. Straumlínulöguð og lítil framljós bílsins auka á sportlegt útlitið og voldugt grillið ýtir enn undir flottheitin. Mondeo er nú allur straumlínulagaðri og segir Ford að loftmótsstaða hans hafi batnað um 10% og kemur það ekki á óvart. Innréttingin er öll endurhönnuð og mjög falleg. Ekki veitti þó af þar sem fyrri kynslóð hans var svosem ekkert augnayndi og bætt efnisnotkun og frískleg hönnun setur þennan bíl á nýjan stall. Mikil bót er í aukinni einangrun bílsins og er hann svo hljóðlátur að undrum sætir.Öflugur dísilrokkur Ford Mondeo má fá hér á landi með þremur gerðum bensínvéla, 125 til 160 hestafla og þremur gerðum dísilvéla, 150 til 180 hestafla. Merkilegt er að í svona stórum bíl sé að finna 1,0 lítra bensínvélina, en hún hefur verið valin vél ársins í heiminum þrjú ár í röð og er algjörlega frábær vél og 125 hestöfl. Tæplega getur bíllinn þó verið sérlega röskur með henni en víst er að eyðsla hans er lítil. Allt annað verður sagt um vélina sem var í reynsluakstursbílnum en hún var 180 hestafla dísilvél og alger kraftaköggull. Með henni er bíllinn sem spyrnukerra og aldrei skortir hann afl. Samt sem áður var eyðsla bílsins ferlega lítil og sáust oftast tölur milli 6 og 7 lítrar á hverja hundrað kílómetra og er það frábært fyrir svo stóra vél í stórum bíl. Bíllinn var af sedan-gerð en Mondeo má einnig fá sem langbak og þykir greinarskrifara hann enn fagurri og yrði hann alltaf fyrir valinu, auk þess sem flutningsrými hans er talsvert meira.Þægilegur í akstri en engin fimleikastjarna Aksturshæfni Ford Mondeo er með ágætasta móti en hann tekur þó ekki mikið fram fyrri gerð bílsins. Hann er hrikalega ljúfur í akstri en þar sem fyrri gerð Mondeo var líklega með bestu aksturseiginleikana í sínum flokki má hann nú passa sig vegna stórbættrar aksturshæfni Volkswagen Passat og ekki síst Mazda6. Liðleiki bílsins í akstri er mikill og áhersla hefur greinilega verið lögð á þægindin í akstri en fyrir vikið er hann ekki eins beittur og nákvæmur og fyrri gerð og áðurnefndir bílar. Flestir myndu þó þakka fyrir þessa breytingu bílsins, en fyrir þá sem hyggjast taka af fullu afli á eiginleikum bílsins gæti gætt örlítilla vonbrigða. Langflestir aka þó bílum sínum þannig að þægindi og ljúfur akstur skiptir mestu og þeir bensínþungu eru jú ekki alltaf að reyna á fulla getu bílsins. Ford Mondeo er á afar góðu verði og ódýrasta gerð hans er á 3.990.000 kr. sem er frábært verð fyrir svo stóran og flottan bíl. Það á reyndar við um tvo stærstu keppinauta hans, VW Passat og Mazda6. Það getur varla talist tilviljun, en það verður að segjast að allir þessir bílar er hrikalega góðir og kannski fara aftur að seljast bílar hér á landi í þessum stærðarflokki, en þeir hafa selst harla lítið frá hruni. Taka skal fram að reynsluakstursbíllinn með 180 hestafla dísilvélinni kostar 5.690.000 kr. en þá er hann líka í vandaðir Titanium útfærslu.Kostir: Útlit, rými, eyðsla, innréttingÓkostir: Lítil framför í aksturshæfni 2,0 l. dísilvél, 180 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 4,8 l./100 km í bl. akstri Mengun: 125 g/km CO2 Hröðun: 8,6 sek. Hámarkshraði: 223 km/klst Verð frá: 3.990.000 kr. Umboð: BrimborgStórt grillið er einkennandi og í ætt við aðra bíla Ford.Smekklegt innra útlit og stafrænir mælar.
Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent