Macan og Cayenne eru 57% af sölu Porsche í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 7. maí 2015 09:24 Porsche Macan selst nú gríðarlega vel. Það gengur vel hjá þýska sportbílaframleiðandanum Porsche. En það skýtur ef til vill skökku við að sportbílaframleiðandi selji 57% af bílum sínum í formi jepplings og jeppa. Macan og Cayenne eru nú orðnir svo vinsælir að meira en helmingur sölunnar er í þessum tveimur bílum. Sala Macan og Cayenne er gríðargóð vestra og af 16.647 bíla sölu Porsche á árinu þar fram til loka apríl voru 9.490 af þeim tveimur gerðum. Sala Porsche í Evrópu er líka sífellt á uppleið og markaðshlutdeild Porsche í álfunni fer sífellt stækkandi. Hún var aðeins 0,13% árið 1997, var komin í 0,29% árið 2007, en var 0,42% í fyrra og verður að líkum enn hærri í ár. Hlutdeild Porsche hefur því meira en þrefaldast frá árinu 1997 í Evrópu. Porsche jók sölu sína í Kína, stærsta markaði heims fyrir Porsche bíla, um 34,4% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og seldi þar 13.286 bíla. Þar gerði Porsche mun betur en hinir þýsku lúxusbílaframleiðendurnir, en Mercerdes Benz jók sölu sína á sama tíma þar um 16,6%, Audi um 7,1% og BMW um 6,5%. Porsche mun líklega ná því takmarki að selja yfir 200.000 bíla í heiminum öllum á þessu ári og er það þremur árum á undan áætlunum fyrirtækisins. Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent
Það gengur vel hjá þýska sportbílaframleiðandanum Porsche. En það skýtur ef til vill skökku við að sportbílaframleiðandi selji 57% af bílum sínum í formi jepplings og jeppa. Macan og Cayenne eru nú orðnir svo vinsælir að meira en helmingur sölunnar er í þessum tveimur bílum. Sala Macan og Cayenne er gríðargóð vestra og af 16.647 bíla sölu Porsche á árinu þar fram til loka apríl voru 9.490 af þeim tveimur gerðum. Sala Porsche í Evrópu er líka sífellt á uppleið og markaðshlutdeild Porsche í álfunni fer sífellt stækkandi. Hún var aðeins 0,13% árið 1997, var komin í 0,29% árið 2007, en var 0,42% í fyrra og verður að líkum enn hærri í ár. Hlutdeild Porsche hefur því meira en þrefaldast frá árinu 1997 í Evrópu. Porsche jók sölu sína í Kína, stærsta markaði heims fyrir Porsche bíla, um 34,4% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og seldi þar 13.286 bíla. Þar gerði Porsche mun betur en hinir þýsku lúxusbílaframleiðendurnir, en Mercerdes Benz jók sölu sína á sama tíma þar um 16,6%, Audi um 7,1% og BMW um 6,5%. Porsche mun líklega ná því takmarki að selja yfir 200.000 bíla í heiminum öllum á þessu ári og er það þremur árum á undan áætlunum fyrirtækisins.
Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent