Tvær nýjar útfærslur BMW 3 Finnur Thorlacius skrifar 7. maí 2015 16:47 BMW 3 árgerð 2016. BMW þristurinn hefur til margra ára verið söluhæsti lúxusbíll heims í sínum stærðarflokki og til að halda þeim titli er BMW að kynna tvær nýjar útfærslur hans samhliða andlitslyftingu bílsins sem kemur af árgerð 2016. Það eru BMW 340i, sem leysir af hólmi 335i og 330e. BMW 340i verður með 3,0 lítra vél eins og 335i, en aflaukningin verður 20 hestöfl og því 320 hestöfl nú. Þessi bíll á að komast í hundraðið á 4,6 sekúndu svo fremi sem hann er valinn með fjórhjóladrifi, en hann er 0,2 sekúndum seinni með afturhjóladrifinu. BMW 330e er tvíaflrásarbíll, eða Plug-In-Hybrid, 250 hestöfl og 6,1 sekúndu í 100. Hann kemst fyrstu 30 kílómetrana eingöngu á rafmagni. Margt mun breytast í þristinum með þessari andlitslyftingu á 2016 árgerðinni, meðal annars 8 gíra sjálfskiptingin, sem tryggja á lægri eyðslu og BMW hefur átt við fjöðrunarbúnað bílsins og aflstýrið, allt til að auka akstursgetuna. Ennfemur er komið nýtt leiðsögukerfi. Litlar útlitsbreytingar eru á bílnum, þó aðeins á framendanum og ljósunum. Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent
BMW þristurinn hefur til margra ára verið söluhæsti lúxusbíll heims í sínum stærðarflokki og til að halda þeim titli er BMW að kynna tvær nýjar útfærslur hans samhliða andlitslyftingu bílsins sem kemur af árgerð 2016. Það eru BMW 340i, sem leysir af hólmi 335i og 330e. BMW 340i verður með 3,0 lítra vél eins og 335i, en aflaukningin verður 20 hestöfl og því 320 hestöfl nú. Þessi bíll á að komast í hundraðið á 4,6 sekúndu svo fremi sem hann er valinn með fjórhjóladrifi, en hann er 0,2 sekúndum seinni með afturhjóladrifinu. BMW 330e er tvíaflrásarbíll, eða Plug-In-Hybrid, 250 hestöfl og 6,1 sekúndu í 100. Hann kemst fyrstu 30 kílómetrana eingöngu á rafmagni. Margt mun breytast í þristinum með þessari andlitslyftingu á 2016 árgerðinni, meðal annars 8 gíra sjálfskiptingin, sem tryggja á lægri eyðslu og BMW hefur átt við fjöðrunarbúnað bílsins og aflstýrið, allt til að auka akstursgetuna. Ennfemur er komið nýtt leiðsögukerfi. Litlar útlitsbreytingar eru á bílnum, þó aðeins á framendanum og ljósunum.
Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent