Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Afturelding 21-16 | Haukar í 2-0 Elvar Geir Magnússon á Ásvöllum skrifar 8. maí 2015 21:15 Haukar geta orðið Íslandsmeistarar á mánudag þegar þeir leika gegn Aftureldingu í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar unnu sanngjarnan 21-16 sigur í kvöld á Ásvöllum og eru komnir í 2-0 í einvíginu. Liðin leika í Mosfellsbæ á mánudag.Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Besti maður leiksins í kvöld var án nokkurs vafa markvörður Hauka, Giedrius Morkunas, sem varði hvað eftir annað og oft á tíðum úr ansi erfiðri stöðu.Öflugur varnarleikur og góð markvarsla Hauka gerðu það að verkum að liðið náði góðri forystu í hálfleik. Spilamennska Aftureldingar var of sveiflukenndur. Mosfellingar áttu góðan kafla í seinni hálfleik og voru nálægt því að búa til alvöru spennu en þá kviknaði aftur á Morkunas í markinu. Afar verðskuldaður sigur hjá Haukum sem geta orðið orðið Íslandsmeistarar í tíunda sinn á mánudag.Einar Andri: Lykilmenn þurfa að spila betur„Það eru tveir leikir búnir og við 2-0 undir en við þurfum að reyna að fara að spila 60 mínútna handboltaleik vel. Við þurfum að gera það til að vinna Hauka og okkur hefur mistekist að gera það í fyrstu tveimur leikjunum," segir Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldinga. „Við vorum ánægðir með varnarleikinn og Davíð í markinu var frábær. Við sköpuðum okkur endalaust af færum og hraðaupphlaupstækifærum sem við fórum illa með." „Lykilmenn þurfa að spila betur og stíga upp," segir Einar en Pétur Júníusson var til að mynda langt frá sínu besta. „Við eigum alveg að geta lagt þetta Haukalið. Ég veit ekki hvað við fórum illa með mörg dauðafæri og þurfum að laga það."Jóhann Gunnar Einarsson er meiddur á öxl og var ekki á skýrslu í kvöld. Verður hann með á mánudag? „Ég hef ekki hugmynd um það. Það er ólíklegt eins og staðan er í dag en vonandi," segir Einar.Patrekur: Hef alltaf viljað þjálfa FreyPatrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, hafði þetta að segja: „Við byrjuðum vel og náðum að þétta vel og þvinga þá í erfið skot. Sóknarlega tók þetta okkur smá tíma en við náðum taktinum. Þetta var hörkuleikur á móti hörkuliði. Nú er 2-0 sem er fín staða en við erum ekki búnir að vinna neitt. Nú heldur bara áfram sama vinna, ekkert öðruvísi." „Báðir markverðirnir voru góðir í kvöld. Giedrius er í stórkostlegu formi. Menn sem æfa vel og sinna íþróttinni vel eru oft góðir."Freyr Brynjarsson, gamla kempan, dró óvænt fram skóna í kvöld og var settur í hóp en hann spilaði aðeins í blálokin. Var þetta því Einar Pétur Pétursson tók út leikbann. „Ég er með Villa sem stóð sig frábærlega í dag, hann er í öðrum flokki. Ég er með ákveðið kerfi og hugsaði hvaða mann ég vildi fá. Ég reyndi að finna einhvern sem er líkur Einari Pétri. Freyr er þannig gæi að ég vildi alltaf prófa að þjálfa hann og hef núna allavega náð einum leik með honum." Haukar stefna á að taka upp sópinn og klára einvígið á mánudag. „Við förum á erfiðan útivöll en nú þarf bara að halda áfram og bæta okkar leik enn frekar. Það er næsti leikur sem telur alltaf og ég mun fara yfir þetta. Ég slaka ekkert á og strákarnir ekki heldur," segir Patrekur.Giedrius Morkunas var frábær í kvöld. Vísir/StefánVísir/StefánVísir/Stefán Olís-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira
Haukar geta orðið Íslandsmeistarar á mánudag þegar þeir leika gegn Aftureldingu í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar unnu sanngjarnan 21-16 sigur í kvöld á Ásvöllum og eru komnir í 2-0 í einvíginu. Liðin leika í Mosfellsbæ á mánudag.Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Besti maður leiksins í kvöld var án nokkurs vafa markvörður Hauka, Giedrius Morkunas, sem varði hvað eftir annað og oft á tíðum úr ansi erfiðri stöðu.Öflugur varnarleikur og góð markvarsla Hauka gerðu það að verkum að liðið náði góðri forystu í hálfleik. Spilamennska Aftureldingar var of sveiflukenndur. Mosfellingar áttu góðan kafla í seinni hálfleik og voru nálægt því að búa til alvöru spennu en þá kviknaði aftur á Morkunas í markinu. Afar verðskuldaður sigur hjá Haukum sem geta orðið orðið Íslandsmeistarar í tíunda sinn á mánudag.Einar Andri: Lykilmenn þurfa að spila betur„Það eru tveir leikir búnir og við 2-0 undir en við þurfum að reyna að fara að spila 60 mínútna handboltaleik vel. Við þurfum að gera það til að vinna Hauka og okkur hefur mistekist að gera það í fyrstu tveimur leikjunum," segir Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldinga. „Við vorum ánægðir með varnarleikinn og Davíð í markinu var frábær. Við sköpuðum okkur endalaust af færum og hraðaupphlaupstækifærum sem við fórum illa með." „Lykilmenn þurfa að spila betur og stíga upp," segir Einar en Pétur Júníusson var til að mynda langt frá sínu besta. „Við eigum alveg að geta lagt þetta Haukalið. Ég veit ekki hvað við fórum illa með mörg dauðafæri og þurfum að laga það."Jóhann Gunnar Einarsson er meiddur á öxl og var ekki á skýrslu í kvöld. Verður hann með á mánudag? „Ég hef ekki hugmynd um það. Það er ólíklegt eins og staðan er í dag en vonandi," segir Einar.Patrekur: Hef alltaf viljað þjálfa FreyPatrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, hafði þetta að segja: „Við byrjuðum vel og náðum að þétta vel og þvinga þá í erfið skot. Sóknarlega tók þetta okkur smá tíma en við náðum taktinum. Þetta var hörkuleikur á móti hörkuliði. Nú er 2-0 sem er fín staða en við erum ekki búnir að vinna neitt. Nú heldur bara áfram sama vinna, ekkert öðruvísi." „Báðir markverðirnir voru góðir í kvöld. Giedrius er í stórkostlegu formi. Menn sem æfa vel og sinna íþróttinni vel eru oft góðir."Freyr Brynjarsson, gamla kempan, dró óvænt fram skóna í kvöld og var settur í hóp en hann spilaði aðeins í blálokin. Var þetta því Einar Pétur Pétursson tók út leikbann. „Ég er með Villa sem stóð sig frábærlega í dag, hann er í öðrum flokki. Ég er með ákveðið kerfi og hugsaði hvaða mann ég vildi fá. Ég reyndi að finna einhvern sem er líkur Einari Pétri. Freyr er þannig gæi að ég vildi alltaf prófa að þjálfa hann og hef núna allavega náð einum leik með honum." Haukar stefna á að taka upp sópinn og klára einvígið á mánudag. „Við förum á erfiðan útivöll en nú þarf bara að halda áfram og bæta okkar leik enn frekar. Það er næsti leikur sem telur alltaf og ég mun fara yfir þetta. Ég slaka ekkert á og strákarnir ekki heldur," segir Patrekur.Giedrius Morkunas var frábær í kvöld. Vísir/StefánVísir/StefánVísir/Stefán
Olís-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira