Þarf stjórnarformaður Volkswagen að segja af sér? Finnur Thorlacius skrifar 20. apríl 2015 11:04 Ferdinand Piech, stjórnarformaður Volkswagen. Stjórnarformaður Volkswagen, Ferdinand Piech, hefur haft heljartak á fyrirtækinu fram að þessu og fengið því ráðið sem hann vill. Það tak hefur heldur betur slaknað við gagnrýni hans á forstjóra Volkswagen fyrir stuttu. Bæði aðrir stjórnarmenn og yfirmenn Volkswagen voru aldeilis ekki sammála Piech í gagnrýni sinni og mikið havarí hefur ríkt í herbúðum Volkswagen síðan þá. Svo rammt hefur kveðið við í þeim efnum að engu munaði að Piech hafi verið neyddur til að stíga úr stóli stjórnarformanns og enn gæti það gerst. Á krísufundi sem haldinn var í Salzburg síðasta fimmtudag lýsti stjórn Volkswagen yfir fullum stuðningi við forstjórann Winterkorn og samþykkt var að hann myndi sitja í stóli forstjóra fram til ársins 2017. Þetta varð Piech að undirskrifa þvert á vilja sinn og virðist hann mjög einangraður í gagnrýni sinni á forstjórann. Ástand sem þetta þykir mörgum líklegt að leiði til þess að Piech þurfi brátt að segja af sér sem stjórnarformaður, en samningur hans í þeirri stöðu gildir til apríl árið 2017. Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent
Stjórnarformaður Volkswagen, Ferdinand Piech, hefur haft heljartak á fyrirtækinu fram að þessu og fengið því ráðið sem hann vill. Það tak hefur heldur betur slaknað við gagnrýni hans á forstjóra Volkswagen fyrir stuttu. Bæði aðrir stjórnarmenn og yfirmenn Volkswagen voru aldeilis ekki sammála Piech í gagnrýni sinni og mikið havarí hefur ríkt í herbúðum Volkswagen síðan þá. Svo rammt hefur kveðið við í þeim efnum að engu munaði að Piech hafi verið neyddur til að stíga úr stóli stjórnarformanns og enn gæti það gerst. Á krísufundi sem haldinn var í Salzburg síðasta fimmtudag lýsti stjórn Volkswagen yfir fullum stuðningi við forstjórann Winterkorn og samþykkt var að hann myndi sitja í stóli forstjóra fram til ársins 2017. Þetta varð Piech að undirskrifa þvert á vilja sinn og virðist hann mjög einangraður í gagnrýni sinni á forstjórann. Ástand sem þetta þykir mörgum líklegt að leiði til þess að Piech þurfi brátt að segja af sér sem stjórnarformaður, en samningur hans í þeirri stöðu gildir til apríl árið 2017.
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent