Pape: Sól og sandur er stór hluti af mínu lífi Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. apríl 2015 09:30 Pape Mamadou Faye, framherji Víkings, stóð sig vel á síðasta tímabili og skoraði átta mörk í 20 leikjum. Pape verður aftur stór hluti af Víkingsliðinu sem Fréttablaðið og Vísir spáir sjöunda sæti í Pepsi-deildinni í sumar. Liðið náði Evrópusæti í fyrra en nú hafa orðið miklar breytingar. „Það eru töluverðar breytingar á liðinu. Við erum ennþá að reyna að smella þessu saman og ná þeirri tengingu sem þarf. Menn hafa verið duglegir að æfa, stemningin er góð og menn hlakka til mótsins,“ segir Pape í viðtali við Vísi. „Sumir hafa aðlagast betur en aðrir. Þetta kemur bara þegar mótið fer af stað og þetta mun smella saman. Flestir af nýju mönnunum hafa staðið sig vel.“Verða þreyttir á Instagram-myndunum Pape hefur undanfarin ár farið á veturnar til Senegal þar sem hann fæddist og bjó þar til hann varð tólf ára gamall. Þetta er eitthvað sem hefur gert honum gott. „Ég gerði þetta ekki fyrstu árin mín hér á Íslandi, en eftir að ég fór árið 2012 hef ég lært mikið. Ég kem alltaf sterkari til baka. Það skiptir máli að vera í kringum ættingjana og fólkið sem er hluti af lífi mínu. Þetta verð ég að gera oftar því þetta styrkir mig andlega og líkamlega,“ segir Pape. „Ég ólst upp í húsi frændfólks míns. Þar voru krakkar sem ég ólst upp með fyrstu tólf árin og svo var fullt af frændfólki og ömmum. Ég á frekar stóra fjölskyldu. Mér líður alltaf mjög vel þegar ég fer til baka.“ Pape er mikill stólstrandargæi og líður hvergi betur en með sand undir yljunum. „Ég er bara vanur því. Fyrstu árin mín bjó ég fimm mínútum frá ströndinni og hún er stór hluti af mínu lífi og skiptir mig miklu máli. Alltaf þegar ég fæ tækifæri til að fara til baka geri ég það og reyni að æfa. Sandurinn styrkir mann líkamlega. Þetta er eitthvað sem ég vil gera á hverju einasta ári,“ segir Pape sem er duglegur að senda myndir af sér berum að ofan í sól og sumri á meðan Íslendingar snjóa niður. „Flestir eru mjög ánægðir fyrir mína hönd en svo eru aðrir sem verða þreyttir á Instagraminu og Snapchat. Sumum finnst ekkert gaman að vera í mínus fimmtán á Íslandi þegar ég er í 30 stiga hita úti í Senegal. En menn hafa gaman að þessu,“ segir Pape og hlær.Í betra standi en á sama tíma í fyrra Pape hefur glímt við meiðsli í mjöðm undanfarin misseri og þurfti því að fara hægt af stað í vetur. „Þjálfararnir voru þolinmóðir í vetur og vita að ég á enn í vandræðum með mjaðmarmeiðslin. Ég er samt í betra standi en á sama tíma í fyrra. Sjúkraþjálfarinn minn talaði við þjálfarana og þeir þurfa fara varlega með mig,“ segir Pape. Framherjinn öflugi er engu að síður búinn að vera í byrjunarliðinu í síðustu leikjum Víkings og þar stefnir hann á að vera þriðja maí. „Ég er kominn í byrjunarliðið núna en það er ekkert öuggt. Það eru margir að berjast um þetta sæti en markmið mitt er að vera þar. Nú eru bara tvær vikur í mót þannig maður þarf að fara keyra almennilega á þetta,“ segir Pape.Segir enginn Óla að halda kjafti Ólafur Þórðarson, annar þjálfara Víkings, lætur vel í sér heyra á hliðarlínunni. Hann leyfir Pape aldrei að slá slöku við og er duglegur að kalla á framherjann. „Óli þjálfaði mig fyrst þegar ég var 17-18 ára og þá var hann duglegro við að öskra á mig. Ég held þetta sé bara vani hjá honum. Hann lætur menn heyra það hvort sem það er ég eða einhver annar. Það segir honum enginn að ialda kjafti,“ segir Pape. „Við erum mjög góðir félagar og gerum mikið grín að hvor öðrum. Stundum kemur hann með brandara sem eru ekkert fyndnir, en svona er Óli Þórðar. Í leikjum er hann maðurinn sem þagnar ekki. Hann er alltaf tuðandi,“ segir Pape og brosir.Finn ekki fyrir sömu tengingu Víkingar misstu sinn besta mann í Aroni Elís Þrándarsyni, en hann og Pape náðu mjög vel saman í fyrra. Aron lagði upp ófá mörkin fyrir pape. „Ég hef trú á þessum hóp, en það er spurning hvernig við munum tækla það að ná þessari tengingu í sóknarleiknum. Í fyrra náðum við Aron mjög vel saman og það var tenging sem gerði varnarmönnum erfitt fyrir. Ég verð að viðurkenna að ég finn ekki jafnmikið fyrir þessari tengingu núna,“ segir Pape. „Við erum núna með leikmenn sem hafa aldrei spilað í Pepsi-deildinni þannig það gæti tekið þá smá tíma. Það er þessi tenging sem ég þarf að finna og nú verðum við bara að koma þessu í gang. Þetta mun koma, ég hef trú á þessu. Hópurinn er sterkur og við ætlum að gera betur en í fyrra,“ segir Pape Mamadou Faye.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Víkingur hafnar í 7. sæti Víkingar ná ekki að leika eftir sama árangur og í fyrra ef spáin rætist. 25. apríl 2015 09:00 Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Pape Mamadou Faye, framherji Víkings, stóð sig vel á síðasta tímabili og skoraði átta mörk í 20 leikjum. Pape verður aftur stór hluti af Víkingsliðinu sem Fréttablaðið og Vísir spáir sjöunda sæti í Pepsi-deildinni í sumar. Liðið náði Evrópusæti í fyrra en nú hafa orðið miklar breytingar. „Það eru töluverðar breytingar á liðinu. Við erum ennþá að reyna að smella þessu saman og ná þeirri tengingu sem þarf. Menn hafa verið duglegir að æfa, stemningin er góð og menn hlakka til mótsins,“ segir Pape í viðtali við Vísi. „Sumir hafa aðlagast betur en aðrir. Þetta kemur bara þegar mótið fer af stað og þetta mun smella saman. Flestir af nýju mönnunum hafa staðið sig vel.“Verða þreyttir á Instagram-myndunum Pape hefur undanfarin ár farið á veturnar til Senegal þar sem hann fæddist og bjó þar til hann varð tólf ára gamall. Þetta er eitthvað sem hefur gert honum gott. „Ég gerði þetta ekki fyrstu árin mín hér á Íslandi, en eftir að ég fór árið 2012 hef ég lært mikið. Ég kem alltaf sterkari til baka. Það skiptir máli að vera í kringum ættingjana og fólkið sem er hluti af lífi mínu. Þetta verð ég að gera oftar því þetta styrkir mig andlega og líkamlega,“ segir Pape. „Ég ólst upp í húsi frændfólks míns. Þar voru krakkar sem ég ólst upp með fyrstu tólf árin og svo var fullt af frændfólki og ömmum. Ég á frekar stóra fjölskyldu. Mér líður alltaf mjög vel þegar ég fer til baka.“ Pape er mikill stólstrandargæi og líður hvergi betur en með sand undir yljunum. „Ég er bara vanur því. Fyrstu árin mín bjó ég fimm mínútum frá ströndinni og hún er stór hluti af mínu lífi og skiptir mig miklu máli. Alltaf þegar ég fæ tækifæri til að fara til baka geri ég það og reyni að æfa. Sandurinn styrkir mann líkamlega. Þetta er eitthvað sem ég vil gera á hverju einasta ári,“ segir Pape sem er duglegur að senda myndir af sér berum að ofan í sól og sumri á meðan Íslendingar snjóa niður. „Flestir eru mjög ánægðir fyrir mína hönd en svo eru aðrir sem verða þreyttir á Instagraminu og Snapchat. Sumum finnst ekkert gaman að vera í mínus fimmtán á Íslandi þegar ég er í 30 stiga hita úti í Senegal. En menn hafa gaman að þessu,“ segir Pape og hlær.Í betra standi en á sama tíma í fyrra Pape hefur glímt við meiðsli í mjöðm undanfarin misseri og þurfti því að fara hægt af stað í vetur. „Þjálfararnir voru þolinmóðir í vetur og vita að ég á enn í vandræðum með mjaðmarmeiðslin. Ég er samt í betra standi en á sama tíma í fyrra. Sjúkraþjálfarinn minn talaði við þjálfarana og þeir þurfa fara varlega með mig,“ segir Pape. Framherjinn öflugi er engu að síður búinn að vera í byrjunarliðinu í síðustu leikjum Víkings og þar stefnir hann á að vera þriðja maí. „Ég er kominn í byrjunarliðið núna en það er ekkert öuggt. Það eru margir að berjast um þetta sæti en markmið mitt er að vera þar. Nú eru bara tvær vikur í mót þannig maður þarf að fara keyra almennilega á þetta,“ segir Pape.Segir enginn Óla að halda kjafti Ólafur Þórðarson, annar þjálfara Víkings, lætur vel í sér heyra á hliðarlínunni. Hann leyfir Pape aldrei að slá slöku við og er duglegur að kalla á framherjann. „Óli þjálfaði mig fyrst þegar ég var 17-18 ára og þá var hann duglegro við að öskra á mig. Ég held þetta sé bara vani hjá honum. Hann lætur menn heyra það hvort sem það er ég eða einhver annar. Það segir honum enginn að ialda kjafti,“ segir Pape. „Við erum mjög góðir félagar og gerum mikið grín að hvor öðrum. Stundum kemur hann með brandara sem eru ekkert fyndnir, en svona er Óli Þórðar. Í leikjum er hann maðurinn sem þagnar ekki. Hann er alltaf tuðandi,“ segir Pape og brosir.Finn ekki fyrir sömu tengingu Víkingar misstu sinn besta mann í Aroni Elís Þrándarsyni, en hann og Pape náðu mjög vel saman í fyrra. Aron lagði upp ófá mörkin fyrir pape. „Ég hef trú á þessum hóp, en það er spurning hvernig við munum tækla það að ná þessari tengingu í sóknarleiknum. Í fyrra náðum við Aron mjög vel saman og það var tenging sem gerði varnarmönnum erfitt fyrir. Ég verð að viðurkenna að ég finn ekki jafnmikið fyrir þessari tengingu núna,“ segir Pape. „Við erum núna með leikmenn sem hafa aldrei spilað í Pepsi-deildinni þannig það gæti tekið þá smá tíma. Það er þessi tenging sem ég þarf að finna og nú verðum við bara að koma þessu í gang. Þetta mun koma, ég hef trú á þessu. Hópurinn er sterkur og við ætlum að gera betur en í fyrra,“ segir Pape Mamadou Faye.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Víkingur hafnar í 7. sæti Víkingar ná ekki að leika eftir sama árangur og í fyrra ef spáin rætist. 25. apríl 2015 09:00 Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Víkingur hafnar í 7. sæti Víkingar ná ekki að leika eftir sama árangur og í fyrra ef spáin rætist. 25. apríl 2015 09:00