Pepsi hyggst hætta að nota sætuefnið aspartam í sykurlausa drykknum Diet Pepsi. Með breytingunni er fyrirtækið að bregðast við áhyggjum neytenda af því hve óhollt sætuefnið sé og reyna þannig að auka sölu af drykknum á ný. Breytingin kemur til framkvæmdar síðar á þessu ári.
Sala á Diet Pepsi dróst saman um 5,2% í Bandaríkjunum á síðasta ári. Hins vegar dróst sala á Diet Coke, helsta keppinautnum einnig saman, um 6,6 prósent.
Breytingin mun ekki ná til annarra sykurlausra gosdrykkja Pepsi, á borð við Diet Mountain Dew og Pepsi Max. Þá verður áfram aspartam í Diet Pepsi drykkjum utan Bandaríkjanna.
Pepsi hættir að nota aspartam í Diet Pepsi
ingvar haraldsson skrifar

Mest lesið

Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli
Viðskipti innlent


Óttast ekki komu Starbucks til Íslands
Viðskipti innlent

Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“
Viðskipti innlent

„Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“
Viðskipti innlent

Buffet hættir sem forstjóri við lok árs
Viðskipti erlent

Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða
Viðskipti innlent


