Myndir þú kaupa kínverskan bíl á 30% lægra verði? Finnur Thorlacius skrifar 28. apríl 2015 13:36 Ekki ólaglegur jepplingurinn GS4 Crossover frá GAC. Það er óhjákvæmilegt að kínverskir bílar verða brátt seldir á vesturlöndum. Er þá helst spurningin með hvaða hætti kínverskir framleiðendur koma inná þann íhaldssama markað sem bílamarkaðurinn er. Bílarnir þurfa örugglega að vera talsvert ódýrari en bílar þekktra framleiðenda, en hversu miklu ódýrari? Guangzhou Automobile Company (GAC) ætlar að koma með bíla sína á Bandaríkjamarkað árið 2017 og selja þar á 30% lægra verði en sambærilegir bílar frá þekktum bílaframleiðendum. Guangzhou hyggst byrja á sölu GS4 Crossover bílnum og selja hann líklega á 16.250 dollara, eða aðeins 2,2 milljónir króna. Það er ekki hátt verð fyrir jeppling, en hafa verður þó í huga að bílar eru næstum helmingi ódýrari í Bandaríkjunum en hér á landi. Bandaríkjamenn vita væntanlega ekki mikið um gæði bíla Guangzhou, en vafalaust munu margir sýna svo ódýrum bíl áhuga. Vandi Guangzhou er þó ekki einungis fólginn í því hversu óþekktir bílar þeirra eru heldur þarf fyrirtækið að finna sér söluaðila fyrir bíla sína. Guangzhou sýndi GS4 Crossover bíl sinn á Detroit bílasýningunni fyrr á þessu ári og þessi bíll sást í myndinni Transformers 4, svo það er byrjað að hita upp fyrir komu Guangzhou GS4 Crossover bílnum vestanhafs. Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent
Það er óhjákvæmilegt að kínverskir bílar verða brátt seldir á vesturlöndum. Er þá helst spurningin með hvaða hætti kínverskir framleiðendur koma inná þann íhaldssama markað sem bílamarkaðurinn er. Bílarnir þurfa örugglega að vera talsvert ódýrari en bílar þekktra framleiðenda, en hversu miklu ódýrari? Guangzhou Automobile Company (GAC) ætlar að koma með bíla sína á Bandaríkjamarkað árið 2017 og selja þar á 30% lægra verði en sambærilegir bílar frá þekktum bílaframleiðendum. Guangzhou hyggst byrja á sölu GS4 Crossover bílnum og selja hann líklega á 16.250 dollara, eða aðeins 2,2 milljónir króna. Það er ekki hátt verð fyrir jeppling, en hafa verður þó í huga að bílar eru næstum helmingi ódýrari í Bandaríkjunum en hér á landi. Bandaríkjamenn vita væntanlega ekki mikið um gæði bíla Guangzhou, en vafalaust munu margir sýna svo ódýrum bíl áhuga. Vandi Guangzhou er þó ekki einungis fólginn í því hversu óþekktir bílar þeirra eru heldur þarf fyrirtækið að finna sér söluaðila fyrir bíla sína. Guangzhou sýndi GS4 Crossover bíl sinn á Detroit bílasýningunni fyrr á þessu ári og þessi bíll sást í myndinni Transformers 4, svo það er byrjað að hita upp fyrir komu Guangzhou GS4 Crossover bílnum vestanhafs.
Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent