Fast & Furious 7 tekjuhæsta kvikmynd frá upphafi í Kína Finnur Thorlacius skrifar 29. apríl 2015 10:18 Jason Statham, einn leikara í Fast & Furious 7. Nýjasta kvikmyndin í Fast & Furious myndaröðinni, sú sjöunda, er nú í sýningu um allan heim og gengur gríðarlega vel. Svo vel gengur að sýna hana í Kína að engin kvikmynd hefur halað inn meiri tekjur í kínverskum kvikmyndahúsum frá upphafi. Í kína hefur myndin skapað 326 milljón dala tekjur og 11,5 milljón manns hafa séð myndina þar. Margir furða sig á þessum miklu vinsældum myndarinnar í Kína, sem og í öðrum löndum heims. Ekki síst er það í ljósi þess að myndin hefur almennt fengið slæma dóma kvikmyndagagnrýnenda og þykir mikil froða um ekki neitt og afar óraunhæfar senur þekja myndina alla og að hún gengur mun meira út á sprengingar en flott bílaatriði. Að því er ekki spurt ef peningarnir streyma í kassann og framleiðendur myndarinnar fara hlæjandi í bankann og gera áætlanir um næstu mynd, sem koma á út í apríl árið 2017. Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent
Nýjasta kvikmyndin í Fast & Furious myndaröðinni, sú sjöunda, er nú í sýningu um allan heim og gengur gríðarlega vel. Svo vel gengur að sýna hana í Kína að engin kvikmynd hefur halað inn meiri tekjur í kínverskum kvikmyndahúsum frá upphafi. Í kína hefur myndin skapað 326 milljón dala tekjur og 11,5 milljón manns hafa séð myndina þar. Margir furða sig á þessum miklu vinsældum myndarinnar í Kína, sem og í öðrum löndum heims. Ekki síst er það í ljósi þess að myndin hefur almennt fengið slæma dóma kvikmyndagagnrýnenda og þykir mikil froða um ekki neitt og afar óraunhæfar senur þekja myndina alla og að hún gengur mun meira út á sprengingar en flott bílaatriði. Að því er ekki spurt ef peningarnir streyma í kassann og framleiðendur myndarinnar fara hlæjandi í bankann og gera áætlanir um næstu mynd, sem koma á út í apríl árið 2017.
Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent