Gleraugun eru algjörlega snúrulaus og eru í raun sérstakar tölvur og er þeim stýrt með handahreyfingum. Á kynningunni var þó ekkert sagt til um hvenær gleraugun fara í sölu né hvað þau munu kosta.
Microsoft lítur ekki á Hololens sem framtíðina í því að horfa á kvikmyndir eða spila tölvuleiki. Heldur er Hololens framtíð tölvunotkunnar án skjáa.
Hér að neðan má sjá kynningu Microsoft í dag. Í rauninni ætti enginn að sjá heilmyndirnar nema sá sem er með gleraugun, en Microsoft útbjó sérstaka myndavél fyrir kynninguna svo aðrir gætu fylgst með.