Robert De Niro leikur Enzo Ferrari Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2015 09:13 Robert De Niro. Margir hafa haft hug á því að koma ævi Enzo Ferrari á hvíta tjaldið, en hann var stofnandi ítalska sportbílaframleiðandans. Nú stefnir loks í bíómynd um þennan litríka verkfræðing sem bæði stjórnaði rekstri Ferrari og var frægur ökumaður í keppnisakstri. Það verður enginn aukvisi sem kemur til með að leika hlutverk Enzo, eða Robert De Niro og er hann líka einn af framleiðendum bíómyndarinnar. Talsvert er þó í sýningu myndarinnar þar sem enn er verið að skrifa handritið. De Niro hefur sjálfur greint frá því að myndin verði tekin upp á Ítalíu. Einnig hefur heyrst að til greina komi að Clint Eastwood leikstýri myndinni. Samkvæmt frétt frá beska dagblaðinu The Guardian yrði líf Enzo Ferrari frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar og til dauða hans 1988 til umfjöllunar í myndinni. Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent
Margir hafa haft hug á því að koma ævi Enzo Ferrari á hvíta tjaldið, en hann var stofnandi ítalska sportbílaframleiðandans. Nú stefnir loks í bíómynd um þennan litríka verkfræðing sem bæði stjórnaði rekstri Ferrari og var frægur ökumaður í keppnisakstri. Það verður enginn aukvisi sem kemur til með að leika hlutverk Enzo, eða Robert De Niro og er hann líka einn af framleiðendum bíómyndarinnar. Talsvert er þó í sýningu myndarinnar þar sem enn er verið að skrifa handritið. De Niro hefur sjálfur greint frá því að myndin verði tekin upp á Ítalíu. Einnig hefur heyrst að til greina komi að Clint Eastwood leikstýri myndinni. Samkvæmt frétt frá beska dagblaðinu The Guardian yrði líf Enzo Ferrari frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar og til dauða hans 1988 til umfjöllunar í myndinni.
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent