Dóttir Obama fékk ökukennslu hjá leyniþjónustunni Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2015 15:29 Malia Obama stígur út úr einum bíl leyniþjónustunnar. Malia Obama, dóttir Bandaríkjaforseta, er nú kominn á aldur til að öðlast bílpróf en hún fékk heldur óvenjulega ökukennslu. Flestir krakkar vestanhafs fá kennslu hjá ökukennurum og fá einnig að aka bíl foreldra sinna með þá sem leiðbeinendur. En það er kannski ekki svo vel séð að dóttir forsetans aki forsetabílnum, „The Beast“, niður Pennsilvania Avenue frá forsetabústaðnum í Washington DC. Því tóku starfsmenn leyniþjónustunnar að sér að kenna Maliu að aka og fékk móðir hennar ekki að koma þar nálægt. Michelle Obama, móðir Maliu, sagði að henni hefði aldrei verið hleypt um borð í þá bíla sem Malia var að læra á, enda væri hún líklega mjög lélegur kennari, ekki síst í ljósi þess að hún sé næstum búin að gleyma að aka bíl, en hún hefur ferðast eingöngu sem farþegi síðan eiginmaður hennar tók við forsetastólnum. Nú hefur Malia fengið bílpróf eftir kennslu leyniþjónustunnar og vonandi hefur kennsla þeirra verið góð þó svo reyndir ökukennarar né foreldrar hafi nokkuð komið nálægt. Það er ekki tekið út með sældinni að vera í svo mikilvægum stöðum í Bandaríkjunum, en Joe Biden varaforseti hefur einmitt kvartað undan því að leyniþjónustan banni honum að aka Corvettunni sem hann á sjálfur, á meðan hann gegnir embætti. Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent
Malia Obama, dóttir Bandaríkjaforseta, er nú kominn á aldur til að öðlast bílpróf en hún fékk heldur óvenjulega ökukennslu. Flestir krakkar vestanhafs fá kennslu hjá ökukennurum og fá einnig að aka bíl foreldra sinna með þá sem leiðbeinendur. En það er kannski ekki svo vel séð að dóttir forsetans aki forsetabílnum, „The Beast“, niður Pennsilvania Avenue frá forsetabústaðnum í Washington DC. Því tóku starfsmenn leyniþjónustunnar að sér að kenna Maliu að aka og fékk móðir hennar ekki að koma þar nálægt. Michelle Obama, móðir Maliu, sagði að henni hefði aldrei verið hleypt um borð í þá bíla sem Malia var að læra á, enda væri hún líklega mjög lélegur kennari, ekki síst í ljósi þess að hún sé næstum búin að gleyma að aka bíl, en hún hefur ferðast eingöngu sem farþegi síðan eiginmaður hennar tók við forsetastólnum. Nú hefur Malia fengið bílpróf eftir kennslu leyniþjónustunnar og vonandi hefur kennsla þeirra verið góð þó svo reyndir ökukennarar né foreldrar hafi nokkuð komið nálægt. Það er ekki tekið út með sældinni að vera í svo mikilvægum stöðum í Bandaríkjunum, en Joe Biden varaforseti hefur einmitt kvartað undan því að leyniþjónustan banni honum að aka Corvettunni sem hann á sjálfur, á meðan hann gegnir embætti.
Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent