Jordan Spieth áfram í sérflokki á Masters Kári Örn Hinriksson skrifar 10. apríl 2015 20:09 Þessi myndi lýsir gengi Jordan Spieth á Augusta ágætlega. Getty Jordan Spieth komst í sögubækurnar í dag en enginn kylfingur hefur leikið fyrstu tvo hringina á Masters mótinu á jafn fáum höggum. Spieth, sem hefur í síðustu þremur mótum á PGA-mótaröðinni sigrað eitt og endað í öðru sæti í hinum tveimur, hélt áfram að leika sér að Augusta National vellinum í dag og kom inn á 66 höggum eða sex undir pari. Hann er því á 14 höggum undir pari eftir hringina tvo og leiðir þegar að þetta er skrifað með fimm höggum. Bandaríkjamaðurinn Charley Hoffman er í öðru sæti eins og er á níu höggum undir pari en margir sterkir kylfingar eiga enn eftir að koma inn.Tiger Woods leit ágætlega út í dag þrátt fyrir að hann eigi lítinn möguleika á því að gera atlögu að Spieth um helgina. Woods lék fyrsta hring á 73 höggum eða einu yfir pari en hann lék gott golf á öðrum hring og kom inn á 69 höggum eða þremur undir par. Hann er því á tveimur höggum undir pari og meðal efstu manna sem verður að teljast gott miðað við erfileika þessa magnaða kylfings á undanförnu ári. Hann var líka í mjög góðu skapi eftir hringinn í dag í viðtali við Sky Sports. „Ég spilaði vel í dag og bjargaði mér nokkrum sinnum með góðum púttum. Undanfarnir mánuðir hafa verið erfiðir en ég hef verið duglegur að æfa mig og það er mjög skemmtilegt að vera byrjaður að berjast við bestu kylfinga heims á ný." Woods hefur sýnt og sannað að stutta spilið hans er komið aftur í lag og virðist vera með sjálfstraust sem hann hefur ekki sýnt í mörg ár. „Ég ætla að reyna að setja pressu á kylfingana fyrir framan mig á morgun, það er gaman að vera svona ofarlega á skortöflunni og ég er mjög spenntur fyrir restinni af tímabilinu.“ Masters mótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina og hófst útsending frá öðrum hring klukkan 19:00 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Jordan Spieth komst í sögubækurnar í dag en enginn kylfingur hefur leikið fyrstu tvo hringina á Masters mótinu á jafn fáum höggum. Spieth, sem hefur í síðustu þremur mótum á PGA-mótaröðinni sigrað eitt og endað í öðru sæti í hinum tveimur, hélt áfram að leika sér að Augusta National vellinum í dag og kom inn á 66 höggum eða sex undir pari. Hann er því á 14 höggum undir pari eftir hringina tvo og leiðir þegar að þetta er skrifað með fimm höggum. Bandaríkjamaðurinn Charley Hoffman er í öðru sæti eins og er á níu höggum undir pari en margir sterkir kylfingar eiga enn eftir að koma inn.Tiger Woods leit ágætlega út í dag þrátt fyrir að hann eigi lítinn möguleika á því að gera atlögu að Spieth um helgina. Woods lék fyrsta hring á 73 höggum eða einu yfir pari en hann lék gott golf á öðrum hring og kom inn á 69 höggum eða þremur undir par. Hann er því á tveimur höggum undir pari og meðal efstu manna sem verður að teljast gott miðað við erfileika þessa magnaða kylfings á undanförnu ári. Hann var líka í mjög góðu skapi eftir hringinn í dag í viðtali við Sky Sports. „Ég spilaði vel í dag og bjargaði mér nokkrum sinnum með góðum púttum. Undanfarnir mánuðir hafa verið erfiðir en ég hef verið duglegur að æfa mig og það er mjög skemmtilegt að vera byrjaður að berjast við bestu kylfinga heims á ný." Woods hefur sýnt og sannað að stutta spilið hans er komið aftur í lag og virðist vera með sjálfstraust sem hann hefur ekki sýnt í mörg ár. „Ég ætla að reyna að setja pressu á kylfingana fyrir framan mig á morgun, það er gaman að vera svona ofarlega á skortöflunni og ég er mjög spenntur fyrir restinni af tímabilinu.“ Masters mótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina og hófst útsending frá öðrum hring klukkan 19:00
Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira