Óþrjótandi eftirspurn eftir jepplingum í Kína Finnur Thorlacius skrifar 13. apríl 2015 11:35 BMW mun frumsýna BMW X5 xDrive 40e útgáfu X5 jeppans á bílasýningunni í Sjanghæ. Sala jeppa og jepplinga í Kína óx um 36% í fyrra og sú aukning sem var í bílasölu þar á síðasta ári skýrist aðallega af þessari aukningu, ekki í sölu fólksbíla. Salan jeppa og jepplinga í ár hefur tekið enn meira stökk og er söluaukningin í Kína 46% á fyrstu þremur mánuðunum. Í fyrra seldust 4 milljónir jeppa og jepplinga í Kína og námu þeir 28% af sölu allra nýrra bíla þar og búist er við því að meira en þriðjungur allra seldra bíla í Kína verði þeirrar gerðar. Það er því ekki nema von að á bílasýningunni í Sjanghæ sem hefst 20. apríl eigi jeppar og jepplingar sviðið. Allir bílaframleiðendur vilja taka þátt í þessu ævintýri og velgengni þeirra flestra veltur að miklu leiti á frammístöðunni í Kína, stærsta bílasölulandi heims. Kínverskir bílaframleiðendur standa sig hvergi eins vel í samkeppninni við erlenda framleiðendur og í smíði jeppa og jepplinga. Eru þeir bílar miklu ódýrari en bílar þekktra japanskra, þýskra, franskra og bandarískra framleiðenda og nokkrir þeirra á innan við 2 milljónir króna og því helmingi ódýrari en t.d. Nissan Qashqai þar. Sem dæmi um hve mikla áherslu þekktir bílaframleiðendur leggja á Kínamarkað þá má nefna að BMW ætlar að framsýna nýja Plug-In útgáfu BMW X5 jeppans á bílasýningunni í Sjanghæ. Sem dæmi um mikilvægi jeppa og jepplinga fyrir bílaframleiðendur má nefna að sala Honda CR-V, Vezel og X-RV nam 40% af allri sölu Honda bíla í Kína í mars. Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent
Sala jeppa og jepplinga í Kína óx um 36% í fyrra og sú aukning sem var í bílasölu þar á síðasta ári skýrist aðallega af þessari aukningu, ekki í sölu fólksbíla. Salan jeppa og jepplinga í ár hefur tekið enn meira stökk og er söluaukningin í Kína 46% á fyrstu þremur mánuðunum. Í fyrra seldust 4 milljónir jeppa og jepplinga í Kína og námu þeir 28% af sölu allra nýrra bíla þar og búist er við því að meira en þriðjungur allra seldra bíla í Kína verði þeirrar gerðar. Það er því ekki nema von að á bílasýningunni í Sjanghæ sem hefst 20. apríl eigi jeppar og jepplingar sviðið. Allir bílaframleiðendur vilja taka þátt í þessu ævintýri og velgengni þeirra flestra veltur að miklu leiti á frammístöðunni í Kína, stærsta bílasölulandi heims. Kínverskir bílaframleiðendur standa sig hvergi eins vel í samkeppninni við erlenda framleiðendur og í smíði jeppa og jepplinga. Eru þeir bílar miklu ódýrari en bílar þekktra japanskra, þýskra, franskra og bandarískra framleiðenda og nokkrir þeirra á innan við 2 milljónir króna og því helmingi ódýrari en t.d. Nissan Qashqai þar. Sem dæmi um hve mikla áherslu þekktir bílaframleiðendur leggja á Kínamarkað þá má nefna að BMW ætlar að framsýna nýja Plug-In útgáfu BMW X5 jeppans á bílasýningunni í Sjanghæ. Sem dæmi um mikilvægi jeppa og jepplinga fyrir bílaframleiðendur má nefna að sala Honda CR-V, Vezel og X-RV nam 40% af allri sölu Honda bíla í Kína í mars.
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent