Að feika fullnægingu sigga dögg skrifar 15. apríl 2015 11:00 Vísir/Getty Það er algengt að gera sér upp fullnægingu og það þarf alls ekki að vera flókið. Smá herpingur líkamans, nokkrar stunur og kannski að láta bólfélagann vita beint út að þú sért að fá fullnægingu eða hafir verið að fá hana. Allir einstaklingar hafa getuna til að feika fullnægingu en það virðist vera algengara meðal kvenna og getur það stafað mögulega útaf félagslegu handriti sem þær gera það. Fullnæging er ekki eina markmið kynlífs en getur verið ansi skemmtilegur hluti af því, rétt eins og krem er fyrir kökusneið. Kakan er ekki vond án kremsins heldur betri með því.Rannsóknir sýna að það er algengast að fólk geri sér upp fullnægingu í samförum lims í leggöng en einnig við munnmök, örvun með höndum og í síma.Algengar ástæður fyrir því að fólk gerir sér upp fullnægingu eru eftirfarandi: - Það er ósennilegt að þú náir að fá fullnægingu svo þú bara býrð hana til - Þú nennir ekki að halda áfram að stunda kynlíf og vilt bara klára þetta - Þú ert að reyna keyra upp eigin greddu - Þú vilt ekki særa bólfélagann - Þú vilt gleðja bólfélagann - Þú veist ekki hvað á að gera í kynlífi en veist að eigi að stynja og segjast hafa fengið fullnægingu Það virðist vera sú krafa á körlum að þeir eigi að kunna að fullnægja konum og því sé fullnæging kvenna undir körlum komin. Það er skiljanlegt að ef viðkomandi er með slíkar hugmyndir að frammistöðukvíði geti verið verulega hamlandi og kynlífið kvíðavekjandi og leiðigjarnt fyrir báða aðila.Vísir/GettyÞó má ekki gleyma því að karlar feika einnig fullnægingu en eldri karlar eru líklegri en yngri til að gera sér upp fullnægingu og konur á miðjum aldri eru síst líklegasti hópurinn til að stunda slíkt. Enda líklega þekkja þær hvað þær vilja í kynlífi og hvað þurfi svo þær fái fullnægingu og séu óhræddar um að biðja um það. Ein algengasta sena í bíómyndum þar sem fullnæging er feikuð er í When Harry met SallyBesta leiðin til að upplifa fullnægingu í kynlífi með annarri manneskju er að þekkja inn á eigin líkama og kenna bólfélaga á hvað þér þykir gott. Ekki er svo verra að sýna kurteisi og spyrja hvað bólfélaga þyki gott. Það fæðist enginn fullkominn bólfélagi heldur er þetta kúnst sem lærist með hverjum einasta líkama sem vermir bólið. Um leið og þú stundar kymlíf með nýrri manneskju þá hefst lærdómurinn upp á nýtt því öll erum við ólík. Heilsa Tengdar fréttir Feikuð fullnæging Nýverið flutti ég fyrirlestur um sögu titrarans. Sú saga er ákaflega áhugaverð þar sem upphaf hennar má rekja til læknismeðferðar við móðursýki. Konur voru iðulega greindar móðursjúkar og minnti sjúkdómslýsingin á kynsvelta konu og því var eina lækningin fullnæging af hendi læknis eða ljósmóður. 16. desember 2010 00:01 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Það er algengt að gera sér upp fullnægingu og það þarf alls ekki að vera flókið. Smá herpingur líkamans, nokkrar stunur og kannski að láta bólfélagann vita beint út að þú sért að fá fullnægingu eða hafir verið að fá hana. Allir einstaklingar hafa getuna til að feika fullnægingu en það virðist vera algengara meðal kvenna og getur það stafað mögulega útaf félagslegu handriti sem þær gera það. Fullnæging er ekki eina markmið kynlífs en getur verið ansi skemmtilegur hluti af því, rétt eins og krem er fyrir kökusneið. Kakan er ekki vond án kremsins heldur betri með því.Rannsóknir sýna að það er algengast að fólk geri sér upp fullnægingu í samförum lims í leggöng en einnig við munnmök, örvun með höndum og í síma.Algengar ástæður fyrir því að fólk gerir sér upp fullnægingu eru eftirfarandi: - Það er ósennilegt að þú náir að fá fullnægingu svo þú bara býrð hana til - Þú nennir ekki að halda áfram að stunda kynlíf og vilt bara klára þetta - Þú ert að reyna keyra upp eigin greddu - Þú vilt ekki særa bólfélagann - Þú vilt gleðja bólfélagann - Þú veist ekki hvað á að gera í kynlífi en veist að eigi að stynja og segjast hafa fengið fullnægingu Það virðist vera sú krafa á körlum að þeir eigi að kunna að fullnægja konum og því sé fullnæging kvenna undir körlum komin. Það er skiljanlegt að ef viðkomandi er með slíkar hugmyndir að frammistöðukvíði geti verið verulega hamlandi og kynlífið kvíðavekjandi og leiðigjarnt fyrir báða aðila.Vísir/GettyÞó má ekki gleyma því að karlar feika einnig fullnægingu en eldri karlar eru líklegri en yngri til að gera sér upp fullnægingu og konur á miðjum aldri eru síst líklegasti hópurinn til að stunda slíkt. Enda líklega þekkja þær hvað þær vilja í kynlífi og hvað þurfi svo þær fái fullnægingu og séu óhræddar um að biðja um það. Ein algengasta sena í bíómyndum þar sem fullnæging er feikuð er í When Harry met SallyBesta leiðin til að upplifa fullnægingu í kynlífi með annarri manneskju er að þekkja inn á eigin líkama og kenna bólfélaga á hvað þér þykir gott. Ekki er svo verra að sýna kurteisi og spyrja hvað bólfélaga þyki gott. Það fæðist enginn fullkominn bólfélagi heldur er þetta kúnst sem lærist með hverjum einasta líkama sem vermir bólið. Um leið og þú stundar kymlíf með nýrri manneskju þá hefst lærdómurinn upp á nýtt því öll erum við ólík.
Heilsa Tengdar fréttir Feikuð fullnæging Nýverið flutti ég fyrirlestur um sögu titrarans. Sú saga er ákaflega áhugaverð þar sem upphaf hennar má rekja til læknismeðferðar við móðursýki. Konur voru iðulega greindar móðursjúkar og minnti sjúkdómslýsingin á kynsvelta konu og því var eina lækningin fullnæging af hendi læknis eða ljósmóður. 16. desember 2010 00:01 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Feikuð fullnæging Nýverið flutti ég fyrirlestur um sögu titrarans. Sú saga er ákaflega áhugaverð þar sem upphaf hennar má rekja til læknismeðferðar við móðursýki. Konur voru iðulega greindar móðursjúkar og minnti sjúkdómslýsingin á kynsvelta konu og því var eina lækningin fullnæging af hendi læknis eða ljósmóður. 16. desember 2010 00:01