Kia framleitt 2 milljónir bíla í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 14. apríl 2015 12:02 Bíll númer 2.000.000 tilbúinn frá verksmiðjunni í Slóvakíu. Kia Motors fagnaði merkilegum áfanga á dögunum en suður-kóreski bílframleiðandinn hefur framleitt 2 milljónir bíla í Evrópu síðan verksmiðja Kia var opnuð í Zilina í Slóvakíu árið 2006. Tveggja milljónasti Kia bíllinn kom af færibandinu í hinni hátæknivæddu verksmiðju í Zilina á dögunum og var um að ræða kraftmikinn Kia pro cee’d GT sem var á leiðinni til kaupanda í Belgíu. Verksmiðjan í Zilina framleiðir Kia bíla fyrir Evrópumarkað og hefur hún átt fullt í fangi með að anna eftirspurn undanfarin misseri. Kia framleiddi alls 323.000 bíla í Slóvakíu á síðasta ári og 493.000 vélar. ,,Þessi sterka staða fyrirtækisins í framleiðslu og sú mikla eftirspurn sem er eftir Kia bílum á Evrópumarkaði sem og á öllum helstu markaðssvæðum heims sýnir svo ekki verður um villst að þeir séu að slá í gegn um allan heim. Þarna spilar margt inní, lagleg hönnun, gæði, öryggi og sparneytni. Þá er 7 ára verksmiðjuábyrgð á öllum nýjum Kia bílum sem er lengsta verskmiðjuábyrgð sem nokkur bílaframleiðandi í heiminum býður upp á,“ segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Bílaumboðinu Öskju, sem er umboðsaðili Kia á Íslandi. Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Kia Motors fagnaði merkilegum áfanga á dögunum en suður-kóreski bílframleiðandinn hefur framleitt 2 milljónir bíla í Evrópu síðan verksmiðja Kia var opnuð í Zilina í Slóvakíu árið 2006. Tveggja milljónasti Kia bíllinn kom af færibandinu í hinni hátæknivæddu verksmiðju í Zilina á dögunum og var um að ræða kraftmikinn Kia pro cee’d GT sem var á leiðinni til kaupanda í Belgíu. Verksmiðjan í Zilina framleiðir Kia bíla fyrir Evrópumarkað og hefur hún átt fullt í fangi með að anna eftirspurn undanfarin misseri. Kia framleiddi alls 323.000 bíla í Slóvakíu á síðasta ári og 493.000 vélar. ,,Þessi sterka staða fyrirtækisins í framleiðslu og sú mikla eftirspurn sem er eftir Kia bílum á Evrópumarkaði sem og á öllum helstu markaðssvæðum heims sýnir svo ekki verður um villst að þeir séu að slá í gegn um allan heim. Þarna spilar margt inní, lagleg hönnun, gæði, öryggi og sparneytni. Þá er 7 ára verksmiðjuábyrgð á öllum nýjum Kia bílum sem er lengsta verskmiðjuábyrgð sem nokkur bílaframleiðandi í heiminum býður upp á,“ segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Bílaumboðinu Öskju, sem er umboðsaðili Kia á Íslandi.
Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent