Gamla brúin yfir Brynjudalsá loksins farin Karl Lúðvíksson skrifar 14. apríl 2015 12:22 Eins og sjá má er brúin farin og Brúarhylur orðinn einn af flottustu stöðuunum í ánni Mynd: Atli Heiðberg Þeir sem hafa veitt í Brynjudalsá þekkja vel gömlu brúnna sem lá yfir ánni rétt fyrir ofan þjóðveg en þessi brú hefur verið fjarlægð. Þetta gerir einn skemmtilegasta veiðistaðinn í ánni bara ennþá betri en hann var því það sem truflaði oft veiðimenn við þennan stað var að veiða efsta partinn af staðnum almennilega því það var alltaf mikil hætta á að slá línu og flugu í brúnna fyrir aftan. Eftir að brúin hefur verið fjarlægð er staðurinn virkilega flottur á að líta og klárt að þarna á eftir að setja í marga laxa í sumar. Ástæðan fyrir því að brúin var fjarlægð liggur í slysahættu sem var að myndast af henni því hún hékk saman á heppninni og var fyrir löngu hætt að þjóna hlutverki sínu. Brynjudalsá er í dag eingöngu veidd á flugu og eftir að laxastiginn í Efri Fossi var tekinn í gegn á laxinn auðvelt með að fara á efri svæðin þar sem virkilega gaman er að kasta á laxa og sjóbirtinga með nettum búnaði. Einhverjar örfáar stangir eru eftir í Brynjudalsá og má nálgast þær á heimasíðu Hreggnasa, www.hreggnasi.is Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði
Þeir sem hafa veitt í Brynjudalsá þekkja vel gömlu brúnna sem lá yfir ánni rétt fyrir ofan þjóðveg en þessi brú hefur verið fjarlægð. Þetta gerir einn skemmtilegasta veiðistaðinn í ánni bara ennþá betri en hann var því það sem truflaði oft veiðimenn við þennan stað var að veiða efsta partinn af staðnum almennilega því það var alltaf mikil hætta á að slá línu og flugu í brúnna fyrir aftan. Eftir að brúin hefur verið fjarlægð er staðurinn virkilega flottur á að líta og klárt að þarna á eftir að setja í marga laxa í sumar. Ástæðan fyrir því að brúin var fjarlægð liggur í slysahættu sem var að myndast af henni því hún hékk saman á heppninni og var fyrir löngu hætt að þjóna hlutverki sínu. Brynjudalsá er í dag eingöngu veidd á flugu og eftir að laxastiginn í Efri Fossi var tekinn í gegn á laxinn auðvelt með að fara á efri svæðin þar sem virkilega gaman er að kasta á laxa og sjóbirtinga með nettum búnaði. Einhverjar örfáar stangir eru eftir í Brynjudalsá og má nálgast þær á heimasíðu Hreggnasa, www.hreggnasi.is
Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði