Gunnar: Ég sækist eftir því að vinna undir pressu Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. apríl 2015 13:00 Gunnar Magnússon með Íslandsbikarinn sem ÍBV vann undir hans stjórn fyrir tæpu ári síðan. Vísir/Stefán Gunnar Magnússon, sem gerði ÍBV að Íslandsmeisturum í Olís-deild karla í handbolta í fyrra og bikarmeisturum í ár, verður næsti þjálfari Hauka eins og kom fram á Vísi fyrr í dag. Gunnar tekur við Haukaliðinu af Patreki Jóhannessyni sem sagði upp starfi sínu á dögunum og ætlar að einbeita sér að austurríska landsliðinu. Eftir fimm ár í Noregi og Vestmannaeyjum fannst Gunnari kominn tími til að flytja aftur í bæinn og þá var ekki erfitt að segja við við Hauka. „Samningaviðræður voru ekkert langar. Fyrst og fremst vildum við fara flytja í bæinn eftir að vera fimm ár á flakki; þrjú ár í Noregi og tvö ár í Vestmannaeyjum. Það var kominn tími á að færast nær fjöslskyldunni,“ sagði Gunnar Magnússon við Vísi í dag. „Þegar sú ákvörðun var tekin og Haukar komu inn í spilið var þetta ekki erfið ákvörðun. Haukar eru frábært félag og eitt af toppliðum hérna á Íslandi. Ég er stoltur að taka við þessu starfi.“ Síðustu tveir þjálfarar Hauka hafa verið Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands, og Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Austurríkis. Metnaðurinn er mikill að Ásvöllum og krafa um titla mikil. „Þessu sækistu eftir. Maður vill vinna undir pressu og vinna á toppnum,“ sagði Gunnar um pressuna sem fylgir starfinu. „Það er líka pressa að þjálfa í Vestmannaeyjum. Þar ertu ekki bara með félagið á herðunum heldur allt bæjarfélagið. Ég er vanur því og hef líka þjálfað erlendis og landsliðið þannig ég er öllu vanur.“ Gunnar er aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins en enn er óvíst hvort Aron Kristjánsson sinni því starfi áfram þegar samningur hans rennur út í júlí. En er Gunnar tilbúinn að aðstoða strákana okkar áfram? „Ég skoða það bara í sumar. Ég hef verið lengi í kringum landsliðið og það verður að skoða í rólegheitunum í sumar. Fyrst og fremst sinni ég starfi mínu hjá Haukum,“ sagði Gunnar Magnússon. Olís-deild karla Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Sjá meira
Gunnar Magnússon, sem gerði ÍBV að Íslandsmeisturum í Olís-deild karla í handbolta í fyrra og bikarmeisturum í ár, verður næsti þjálfari Hauka eins og kom fram á Vísi fyrr í dag. Gunnar tekur við Haukaliðinu af Patreki Jóhannessyni sem sagði upp starfi sínu á dögunum og ætlar að einbeita sér að austurríska landsliðinu. Eftir fimm ár í Noregi og Vestmannaeyjum fannst Gunnari kominn tími til að flytja aftur í bæinn og þá var ekki erfitt að segja við við Hauka. „Samningaviðræður voru ekkert langar. Fyrst og fremst vildum við fara flytja í bæinn eftir að vera fimm ár á flakki; þrjú ár í Noregi og tvö ár í Vestmannaeyjum. Það var kominn tími á að færast nær fjöslskyldunni,“ sagði Gunnar Magnússon við Vísi í dag. „Þegar sú ákvörðun var tekin og Haukar komu inn í spilið var þetta ekki erfið ákvörðun. Haukar eru frábært félag og eitt af toppliðum hérna á Íslandi. Ég er stoltur að taka við þessu starfi.“ Síðustu tveir þjálfarar Hauka hafa verið Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands, og Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Austurríkis. Metnaðurinn er mikill að Ásvöllum og krafa um titla mikil. „Þessu sækistu eftir. Maður vill vinna undir pressu og vinna á toppnum,“ sagði Gunnar um pressuna sem fylgir starfinu. „Það er líka pressa að þjálfa í Vestmannaeyjum. Þar ertu ekki bara með félagið á herðunum heldur allt bæjarfélagið. Ég er vanur því og hef líka þjálfað erlendis og landsliðið þannig ég er öllu vanur.“ Gunnar er aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins en enn er óvíst hvort Aron Kristjánsson sinni því starfi áfram þegar samningur hans rennur út í júlí. En er Gunnar tilbúinn að aðstoða strákana okkar áfram? „Ég skoða það bara í sumar. Ég hef verið lengi í kringum landsliðið og það verður að skoða í rólegheitunum í sumar. Fyrst og fremst sinni ég starfi mínu hjá Haukum,“ sagði Gunnar Magnússon.
Olís-deild karla Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Sjá meira