Verður forstjóri Porsche næsti forstjóri Volkswagen? Finnur Thorlacius skrifar 15. apríl 2015 16:38 Matthias Muller forstjóri Porsche. Stjórnarformaður Volkswagen er ekki alltof sáttur við stjórnarhætti núverandi forstjóra Volkswagen, eins og greint var frá hér fyrir stuttu. Ef til vill er þessi gagnrýni hans liður í því að koma núverandi forstjóra Porsche í forstjórastól Volkswagen, en stjórnarformaðurinn Ferdinand Piech er úr Porsche fjölskyldunni. Volkswagen er eins og kunnugt er eitt af þeim bílamerkjum sem tilheyrir stóru Volkswagen bílafjölskyldunni. Núverandi forstjóri Porsche, Matthias Muller, var spurður að því fyrir stuttu hvort hann myndi taka að sér að stýra Volkswagen ef það yrði í boði og hann sagðist myndi skoða það með opnum huga. Getur verið að Ferdinand Piech hafi sagt honum að segja það, þar sem það virðist hans einlæga ósk, sem og að losna við núverandi forstjóra Volkswagen? Engar sannanir eru fyrir slíku, en mörgum þykir stjórnarformaðurinn vera að setja á svið leikrit sem hann einn sér hvernig endar. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent
Stjórnarformaður Volkswagen er ekki alltof sáttur við stjórnarhætti núverandi forstjóra Volkswagen, eins og greint var frá hér fyrir stuttu. Ef til vill er þessi gagnrýni hans liður í því að koma núverandi forstjóra Porsche í forstjórastól Volkswagen, en stjórnarformaðurinn Ferdinand Piech er úr Porsche fjölskyldunni. Volkswagen er eins og kunnugt er eitt af þeim bílamerkjum sem tilheyrir stóru Volkswagen bílafjölskyldunni. Núverandi forstjóri Porsche, Matthias Muller, var spurður að því fyrir stuttu hvort hann myndi taka að sér að stýra Volkswagen ef það yrði í boði og hann sagðist myndi skoða það með opnum huga. Getur verið að Ferdinand Piech hafi sagt honum að segja það, þar sem það virðist hans einlæga ósk, sem og að losna við núverandi forstjóra Volkswagen? Engar sannanir eru fyrir slíku, en mörgum þykir stjórnarformaðurinn vera að setja á svið leikrit sem hann einn sér hvernig endar.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent