Verður forstjóri Porsche næsti forstjóri Volkswagen? Finnur Thorlacius skrifar 15. apríl 2015 16:38 Matthias Muller forstjóri Porsche. Stjórnarformaður Volkswagen er ekki alltof sáttur við stjórnarhætti núverandi forstjóra Volkswagen, eins og greint var frá hér fyrir stuttu. Ef til vill er þessi gagnrýni hans liður í því að koma núverandi forstjóra Porsche í forstjórastól Volkswagen, en stjórnarformaðurinn Ferdinand Piech er úr Porsche fjölskyldunni. Volkswagen er eins og kunnugt er eitt af þeim bílamerkjum sem tilheyrir stóru Volkswagen bílafjölskyldunni. Núverandi forstjóri Porsche, Matthias Muller, var spurður að því fyrir stuttu hvort hann myndi taka að sér að stýra Volkswagen ef það yrði í boði og hann sagðist myndi skoða það með opnum huga. Getur verið að Ferdinand Piech hafi sagt honum að segja það, þar sem það virðist hans einlæga ósk, sem og að losna við núverandi forstjóra Volkswagen? Engar sannanir eru fyrir slíku, en mörgum þykir stjórnarformaðurinn vera að setja á svið leikrit sem hann einn sér hvernig endar. Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent
Stjórnarformaður Volkswagen er ekki alltof sáttur við stjórnarhætti núverandi forstjóra Volkswagen, eins og greint var frá hér fyrir stuttu. Ef til vill er þessi gagnrýni hans liður í því að koma núverandi forstjóra Porsche í forstjórastól Volkswagen, en stjórnarformaðurinn Ferdinand Piech er úr Porsche fjölskyldunni. Volkswagen er eins og kunnugt er eitt af þeim bílamerkjum sem tilheyrir stóru Volkswagen bílafjölskyldunni. Núverandi forstjóri Porsche, Matthias Muller, var spurður að því fyrir stuttu hvort hann myndi taka að sér að stýra Volkswagen ef það yrði í boði og hann sagðist myndi skoða það með opnum huga. Getur verið að Ferdinand Piech hafi sagt honum að segja það, þar sem það virðist hans einlæga ósk, sem og að losna við núverandi forstjóra Volkswagen? Engar sannanir eru fyrir slíku, en mörgum þykir stjórnarformaðurinn vera að setja á svið leikrit sem hann einn sér hvernig endar.
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent