Mercedes GT4 á að keppa við Porsche Panamera Finnur Thorlacius skrifar 16. apríl 2015 10:56 Mercedes Benz GT4 svipar nokkuð til Porsche Panamera. Mercedes Benz hefur tilkynnt um framleiðslu á þessum GT4 bíl sem keppa á við Porsche Panamera, Audi RS7 og BMW M6 Gran Coupe. Ekki verður hann ódýr frekar en samkeppnisbílarnir og mun kosta á bilinu 132.000 til 154.000 dollara, eftir útfærslum, eða 18,3 til 21,4 milljónir króna. Þessi nýi GT4 mun fá sama undirvagn og CLS-bíll Mercedes Benz en ekkert í yfirbyggingu bílsins verður þó sameiginlegt með þeim og útlitið afar ólíkt. Innblástur hins nýja GT4 kemur frá hinum tveggja sæta AMG Coupe og útlit hans mun líkara honum. Eins og á myndinni sést fær GT4 eina samfellda línu frá nefi til afturenda bílsins, ólíkt öðrum bílgerðum Mercedes Benz svo hér er komið glænýtt útlit á bíl frá þýska framleiðandanum. Framendinn er líka gerólíkur öðrum Benz bílum með gríðarstórt Panamericana grill. Skottrymi er gott í bílnum og á að taka 4 stórar ferðatöskur. Afturendinn er langur, hár og breiður og með því myndast þetta góða farangursrými. Mjög verður vandað til innréttingar bílsins og lúxus og sportlegt útlit ráðandi. Efnisval og frágangur mun slá hátt í að réttlæta Maybach merki á bílinn. Bíllinn mun fá 4,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum og skila frá 500 til 600 hestöflum, eftir útfærslum. Það ætti að skila bílnum úr kyrrstöðu í 100 km hraða á 3,4 sekúndum. Þarna fer því enginn letingi.Laglega hannaður bíll. Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Mercedes Benz hefur tilkynnt um framleiðslu á þessum GT4 bíl sem keppa á við Porsche Panamera, Audi RS7 og BMW M6 Gran Coupe. Ekki verður hann ódýr frekar en samkeppnisbílarnir og mun kosta á bilinu 132.000 til 154.000 dollara, eftir útfærslum, eða 18,3 til 21,4 milljónir króna. Þessi nýi GT4 mun fá sama undirvagn og CLS-bíll Mercedes Benz en ekkert í yfirbyggingu bílsins verður þó sameiginlegt með þeim og útlitið afar ólíkt. Innblástur hins nýja GT4 kemur frá hinum tveggja sæta AMG Coupe og útlit hans mun líkara honum. Eins og á myndinni sést fær GT4 eina samfellda línu frá nefi til afturenda bílsins, ólíkt öðrum bílgerðum Mercedes Benz svo hér er komið glænýtt útlit á bíl frá þýska framleiðandanum. Framendinn er líka gerólíkur öðrum Benz bílum með gríðarstórt Panamericana grill. Skottrymi er gott í bílnum og á að taka 4 stórar ferðatöskur. Afturendinn er langur, hár og breiður og með því myndast þetta góða farangursrými. Mjög verður vandað til innréttingar bílsins og lúxus og sportlegt útlit ráðandi. Efnisval og frágangur mun slá hátt í að réttlæta Maybach merki á bílinn. Bíllinn mun fá 4,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum og skila frá 500 til 600 hestöflum, eftir útfærslum. Það ætti að skila bílnum úr kyrrstöðu í 100 km hraða á 3,4 sekúndum. Þarna fer því enginn letingi.Laglega hannaður bíll.
Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent