Nýr Hyundai i30 frumsýndur Finnur Thorlacius skrifar 17. apríl 2015 10:00 Hyundai i30. Hyundai við Kauptún í Garðabæ frumsýnir nýjan og breyttan Hyundai i30 nk. laugardag, 18. apríl milli kl. 12 og 16. Það sem breyst hefur í i30 er til að mynda endurhannaður framendi með nýju grilli, auk þess sem tíu arma álfelgur og LED skreytingar í þokuljósum er nú staðalbúnaður í Comfort útgáfum i30. Nú eru allar gerðir i30 með upphitað stýri og framsæti og handfrjálsan símabúnað. Auk þess eru sjálfvirk hornljós í aðalljósum staðalbúnaður, en þau kvikna um leið og bílnum er beygt og lýsa ljósin þá inn í það horn sem beygt er í til að auka yfirsýn og öryggi í akstri. Þá er meðal nýjunga tveggja kúplinga 7 þrepa sjálfskipting í Hyundai i30 sem eykur afl- og eldsneytisnýtingu bílsins auk þess að gera hann enn skemmtilegri í akstri. Nýju i30 bílanir eru fáanlegir með 1,4 l bensín- eða dísilvél í Classic útgáfu og 1,6 l bensín- eða dísilvél í Comfort útgáfu. Verð á nýjum Hyundai i30 er frá kr. 3.190.000. Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Hyundai við Kauptún í Garðabæ frumsýnir nýjan og breyttan Hyundai i30 nk. laugardag, 18. apríl milli kl. 12 og 16. Það sem breyst hefur í i30 er til að mynda endurhannaður framendi með nýju grilli, auk þess sem tíu arma álfelgur og LED skreytingar í þokuljósum er nú staðalbúnaður í Comfort útgáfum i30. Nú eru allar gerðir i30 með upphitað stýri og framsæti og handfrjálsan símabúnað. Auk þess eru sjálfvirk hornljós í aðalljósum staðalbúnaður, en þau kvikna um leið og bílnum er beygt og lýsa ljósin þá inn í það horn sem beygt er í til að auka yfirsýn og öryggi í akstri. Þá er meðal nýjunga tveggja kúplinga 7 þrepa sjálfskipting í Hyundai i30 sem eykur afl- og eldsneytisnýtingu bílsins auk þess að gera hann enn skemmtilegri í akstri. Nýju i30 bílanir eru fáanlegir með 1,4 l bensín- eða dísilvél í Classic útgáfu og 1,6 l bensín- eða dísilvél í Comfort útgáfu. Verð á nýjum Hyundai i30 er frá kr. 3.190.000.
Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent