Ford stefnir að mikilli notkun koltrefja Finnur Thorlacius skrifar 17. apríl 2015 16:38 Ford GT er að mestu smíðaður úr koltrefjum, en það verður vonandi með fleiri bíla Ford á næstunni. Ford hefur skrifað undir samning við stóran framleiðanda koltrefja og hyggst nota það í miklu meira magni en bara í Ford GT ofursportbílinn, sem meira og minna er smíðaður úr koltrefjum. Koltrefjaframleiðandinn DowAksa, sem eru dótturfyrirtæki risafyrirtækisins Dow Chemical Co., mun útvega Ford koltrefjarnar og til stendur að verð þess sé fýsilegt til framleiðslu á bílapörtum, en það hefur hingað til komið í veg fyrir að þetta létta og sterka efni sé meira notað í bíla. Ford hefur sýnt það í verki að fyrirtækið leiti leiða til að létta bíla sína umtalsvert til að minnka eyðslu og mengun þeirra, aðallega með smíði þeirra vinsælasta bíls vestanhafs, Ford F-150 pallbílsins sem nú er meira og minna smíðaður úr áli. Því er þetta skref Ford það næsta í þessari viðleitni. Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Það er svo mikil skömm í kringum þetta“ Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent
Ford hefur skrifað undir samning við stóran framleiðanda koltrefja og hyggst nota það í miklu meira magni en bara í Ford GT ofursportbílinn, sem meira og minna er smíðaður úr koltrefjum. Koltrefjaframleiðandinn DowAksa, sem eru dótturfyrirtæki risafyrirtækisins Dow Chemical Co., mun útvega Ford koltrefjarnar og til stendur að verð þess sé fýsilegt til framleiðslu á bílapörtum, en það hefur hingað til komið í veg fyrir að þetta létta og sterka efni sé meira notað í bíla. Ford hefur sýnt það í verki að fyrirtækið leiti leiða til að létta bíla sína umtalsvert til að minnka eyðslu og mengun þeirra, aðallega með smíði þeirra vinsælasta bíls vestanhafs, Ford F-150 pallbílsins sem nú er meira og minna smíðaður úr áli. Því er þetta skref Ford það næsta í þessari viðleitni.
Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Það er svo mikil skömm í kringum þetta“ Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent