Stórlið Rosenborg tapaði stigum á heimavelli í dag gegn Strømsgodset í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta, en lokatölur urðu 1-1 jafntefli.
Hólmar Örn Eyjólfsson spilaði allan leikinn í vörn Rosenborg, en þeir komust eftir sex mínútna leik. Þar var að verki Tobias P. Mikkelsen.
Þannig stóðu leikar í hálfleik, en eftir 79. mínútna leik jafnaði Peter Kovacs metin. Leikurinn lauk með jafntefli, 1-1.
Þetta var fyrsta markið sem Rosenborg fékk á sig, en þeir höfðu skorað ellefu mörk í fyrstu tveimur leikjunum sínum. Óvænt úrslit því í dag, en þeir eru á toppnum með sjö stig.
