Lauda: Þetta mun allt velta á ræsingunni á morgun Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 18. apríl 2015 22:30 Lewis Hamilton ræðir við Niki Lauda. Vísir/Getty „Þeir eru mjög fljótir þessa helgina og það verður hörð keppni á morgun. Ferrari er með góðan keppnishraða og vonandi dugar ráspóllinn til að verjast þeim. Við munum gera allt sem við getum til að láta dekkin endast eins lengi og þeir. Ég er bjartsýnn, enda í góðri stöðu,“ sagði fljótasti maður dagsins, Lewis Hamilton. „Það var góður árangur hjá okkur í dag að ná að troða okkur á milli þeirra. Við erum mjög ánægðir með stöðu mála og hversu samkeppnishæfir við erum. Við tökum þetta skref fyrir skref og gerum okkar besta í keppninni á morgun, ef það þýðir að pressa á Mercedes þá látum við vaða. Markmiðið okkar er að passa upp á okkur sjálfa, en ef það er tækifæri til að berjast þá verðum við að reyna að nýta það,“ sagði kampakátur Sebastian Vettel á blaðamannafundi eftir tímatökuna. „Ég setti ekki nógu mikið í tímatökuna, ég einbílndi of mikið á keppnina. Það hefði verið í lagi ef ég hefði verið annar á eftir Lewis en ekki fyrst ég ræsi þriðji,“ sagði niðurlútur Nico Rosberg. „Ég bjóst ekki við þessu, ég bjóst ekki við að Sebastian yrði svona fljótur og að það kæmi mér svona illa. Ég klúðraði málunum í dag og er alls ekki sáttur við það,“ bætti Rosberg við. „Lewis stóð sig vel undir pressunni frá Vettel í dag, því miður gat Nico ekki náð honum líka. Þetta mun allt velta á ræsingunni á morgun,“ sagði Niki Lauda, fyrrum heimsmeistari ökumanna og sérstakur ráðgjafi Mercedes. „Þetta hefur verið erfið helgi, mér fannst ég hafa meira að gefa í tímatökunni. Ég veit ekki hvert vandamálið var en ég giska á að það sé rafmangstengt,“ sagði Jenson Button. Hann vonast nú eftir einhverri skemmtun í keppninni á morgun en hann ræsir aftast. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 14:30 á morgun á Stöð 2 Sport.Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt brautarkort með úrslitum tíamtökunnar og æfinga. Formúla Tengdar fréttir Hamilton á ráspól í fjórða skiptið Ökuþórinn Lewis Hamilton verður á ráspól í Formúlu 1 kappakstrinum í Barein um helgina, en þetta er í fjórða skiptið sem hann verður á ráspól á þessu tímabili. 18. apríl 2015 17:00 Bílskúrinn: Sögur af Sjanghæ Lewis Hamilton snéri aftur á efsta þrep verðlaunapalsins í Kína. Fast á hæla hans fylgdi pirraður liðsfélagi hans, Nico Rosberg. Allt er þá orðið eðlilegt aftur í Formúlu 1. 15. apríl 2015 17:45 Hamilton: Allt í góðu á milli okkar Nico Spennan milli liðsfélaganna virtist ætla að ná nýjum hæðum en nú hefur Lewis Hamilton slegið á orðróma um allt slíkt. 16. apríl 2015 23:00 Rosberg: Lewis ók fáránlega hægt Hver sagði hvað eftir keppnina í Kína? Lewis Hamilton vann. Þetta var keppni liðsfélaga enda vann Mercedes og Ferrari var þar rétt á eftir og svo kom Williams. 12. apríl 2015 08:25 Ferrari og Mercedes fljótastir á föstudegi Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins, liðsfélagi hans, Sebastian Vettel varð annar. Nico Rosberg á Merceds var fljótastur á seinni æfingunni og liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð annar. 17. apríl 2015 22:15 Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
„Þeir eru mjög fljótir þessa helgina og það verður hörð keppni á morgun. Ferrari er með góðan keppnishraða og vonandi dugar ráspóllinn til að verjast þeim. Við munum gera allt sem við getum til að láta dekkin endast eins lengi og þeir. Ég er bjartsýnn, enda í góðri stöðu,“ sagði fljótasti maður dagsins, Lewis Hamilton. „Það var góður árangur hjá okkur í dag að ná að troða okkur á milli þeirra. Við erum mjög ánægðir með stöðu mála og hversu samkeppnishæfir við erum. Við tökum þetta skref fyrir skref og gerum okkar besta í keppninni á morgun, ef það þýðir að pressa á Mercedes þá látum við vaða. Markmiðið okkar er að passa upp á okkur sjálfa, en ef það er tækifæri til að berjast þá verðum við að reyna að nýta það,“ sagði kampakátur Sebastian Vettel á blaðamannafundi eftir tímatökuna. „Ég setti ekki nógu mikið í tímatökuna, ég einbílndi of mikið á keppnina. Það hefði verið í lagi ef ég hefði verið annar á eftir Lewis en ekki fyrst ég ræsi þriðji,“ sagði niðurlútur Nico Rosberg. „Ég bjóst ekki við þessu, ég bjóst ekki við að Sebastian yrði svona fljótur og að það kæmi mér svona illa. Ég klúðraði málunum í dag og er alls ekki sáttur við það,“ bætti Rosberg við. „Lewis stóð sig vel undir pressunni frá Vettel í dag, því miður gat Nico ekki náð honum líka. Þetta mun allt velta á ræsingunni á morgun,“ sagði Niki Lauda, fyrrum heimsmeistari ökumanna og sérstakur ráðgjafi Mercedes. „Þetta hefur verið erfið helgi, mér fannst ég hafa meira að gefa í tímatökunni. Ég veit ekki hvert vandamálið var en ég giska á að það sé rafmangstengt,“ sagði Jenson Button. Hann vonast nú eftir einhverri skemmtun í keppninni á morgun en hann ræsir aftast. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 14:30 á morgun á Stöð 2 Sport.Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt brautarkort með úrslitum tíamtökunnar og æfinga.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton á ráspól í fjórða skiptið Ökuþórinn Lewis Hamilton verður á ráspól í Formúlu 1 kappakstrinum í Barein um helgina, en þetta er í fjórða skiptið sem hann verður á ráspól á þessu tímabili. 18. apríl 2015 17:00 Bílskúrinn: Sögur af Sjanghæ Lewis Hamilton snéri aftur á efsta þrep verðlaunapalsins í Kína. Fast á hæla hans fylgdi pirraður liðsfélagi hans, Nico Rosberg. Allt er þá orðið eðlilegt aftur í Formúlu 1. 15. apríl 2015 17:45 Hamilton: Allt í góðu á milli okkar Nico Spennan milli liðsfélaganna virtist ætla að ná nýjum hæðum en nú hefur Lewis Hamilton slegið á orðróma um allt slíkt. 16. apríl 2015 23:00 Rosberg: Lewis ók fáránlega hægt Hver sagði hvað eftir keppnina í Kína? Lewis Hamilton vann. Þetta var keppni liðsfélaga enda vann Mercedes og Ferrari var þar rétt á eftir og svo kom Williams. 12. apríl 2015 08:25 Ferrari og Mercedes fljótastir á föstudegi Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins, liðsfélagi hans, Sebastian Vettel varð annar. Nico Rosberg á Merceds var fljótastur á seinni æfingunni og liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð annar. 17. apríl 2015 22:15 Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Hamilton á ráspól í fjórða skiptið Ökuþórinn Lewis Hamilton verður á ráspól í Formúlu 1 kappakstrinum í Barein um helgina, en þetta er í fjórða skiptið sem hann verður á ráspól á þessu tímabili. 18. apríl 2015 17:00
Bílskúrinn: Sögur af Sjanghæ Lewis Hamilton snéri aftur á efsta þrep verðlaunapalsins í Kína. Fast á hæla hans fylgdi pirraður liðsfélagi hans, Nico Rosberg. Allt er þá orðið eðlilegt aftur í Formúlu 1. 15. apríl 2015 17:45
Hamilton: Allt í góðu á milli okkar Nico Spennan milli liðsfélaganna virtist ætla að ná nýjum hæðum en nú hefur Lewis Hamilton slegið á orðróma um allt slíkt. 16. apríl 2015 23:00
Rosberg: Lewis ók fáránlega hægt Hver sagði hvað eftir keppnina í Kína? Lewis Hamilton vann. Þetta var keppni liðsfélaga enda vann Mercedes og Ferrari var þar rétt á eftir og svo kom Williams. 12. apríl 2015 08:25
Ferrari og Mercedes fljótastir á föstudegi Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins, liðsfélagi hans, Sebastian Vettel varð annar. Nico Rosberg á Merceds var fljótastur á seinni æfingunni og liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð annar. 17. apríl 2015 22:15