Kjartan Henry Finnbogason var á skotskónum þegar Horsens vann AB 0-3 í dönsku B-deildinni í fótbolta í dag.
Kjartan kom Horsens yfir á 54. mínútu en Gambíumaðurinn Bubacarr Sanneh og Jeppe Mehl bættu svo við mörkum á síðustu 10 mínútum leiksins.
Kjartan hefur verið heitur upp við mark andstæðinganna upp á síðkastið en hann hefur skorað fimm mörk í síðustu fimm leikjum Horsens.
KR-ingurinn fyrrverandi er markahæsti leikmaður liðsins í deildinni ásamt Troels Klove og áðurnefndum Mehl en þeir hafa allir gert fimm mörk.
Horsens er í 5. sæti deildarinnar með 33 stig.
Fimmta mark Kjartans í síðustu fimm leikjum

Tengdar fréttir

Kjartan Henry hetja Horsens
Kjartan Henry Finnbogason tryggði AC Horsens afar góðan 1-0 sigur á Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.