Mercedes: Malasía mun ekki endurtaka sig Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 6. apríl 2015 23:00 Paddy Lowe, vill meina að Mercedes muni ná mikilvægum framförum fyrir kínverska kappaksturinn. Vísir/Getty Mercedes liðið býst ekki við því að Malasíukappaksturinn endurtaki sig í Kína um komandi helgi. Þar vann Sebastian Vettel á Ferrari. Tæknistjóri Mercedes, Paddy Lowe segir að liðið sé búið að greina hvað fór úrskeiðis. Niðurstöður greininganna eru að mikill brautarhiti hafi leitt til lélegrar nýtingar á dekkjunum. Ending og frammistaða dekkjanna var verri en hjá Ferrari. Mercedes ætlar að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Liðið vinnur nú hörðum höndum að uppfærslum sem eiga að laga dekkjaslitið. Þessar uppfærslur hafa verið færðar framar í röðina. Þeirra var ekki að vænta strax en Mercedes vill nú fá þær í gagnið ekki seinna en strax. „Einstaklega hár brautarhiti - meira að segja fyrir Malasíu - átti stóran þátt í þessu mikla dekkjasliti,“ sagði Lowe. Tæknistjórinn telur að Ferrari verði ekki eins öflugt í Kína vegna þess hvernig brautin er. Hann viðurkennir þó að hugsanlega mun barátta liðanna endast út tímabilið. „Kína býður upp á allt öðruvísi áskoranir. Hitastigið getur breyst á milli ára en er almennt frekar lágt,“ sagði Lowe. „Það reynir meira á framdekkin - öfugt við Sepang (í Malasíu) - með góðri blöndu af beygjum og löngum beinum köflum, það verður því áhugavert að sjá hvernig bílarnir munu standa sig á enn annarri brautartýpunni á þessu tímabili,“ bætti Lowe við. „Það er nú skýrara en áður að alvöru barátta er hafinn um heimsmeistaratitilinn, svo við verðum að halda áfram að vinna á fullu í frammistöðubætandi uppfærslum,“ sagði Lowe að lokum. Formúla Tengdar fréttir Manor reynir að velja frumsýningardag Manor Marussia liðið í Formúlu 1 veltir fyrir sér hvenær nýr bíll liðsins lýtur fyrst dagsins ljós. 5. apríl 2015 20:00 Permane: Lotus er enn að finna sig Lotus er "enn að komast á fæturna svona snemma á tímabilinu,“ samkvæmt Alan Permane, yfirverkfræðing liðsins. 4. apríl 2015 12:15 Bílskúrinn: Mercedes-menn malaðir í Malasíu Eftir keppnina í Malasíu er ljóst að Ferrari ætlar ekki að gefa Mercedes neitt eftir. Farið verður yfir helstu atburði helgarinnar hér í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi. 31. mars 2015 22:30 Hamilton búinn að ganga frá risasamningi Heimsmeistarinn í Formúlu 1, Lewis Hamilton, mun væntanlega skrifa undir nýjan samning við Mercedes fyrir helgi. 31. mars 2015 08:30 Sebastian Vettel fyrstur í mark í Malasíu Sebastian Vettel á Ferrari vann í Malasíu. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð þriðji. 29. mars 2015 08:27 Lauda: Ferrari voru einfaldlega betri í dag Ferrari og Sebastian Vettel fögnuðu gríðarlega. Eftir viðburðaríka og afar spennandi keppni höfðu ökumenn og liðsmenn ýmislegt að segja. 29. mars 2015 09:16 Sjáðu allt það helsta frá Formúlu 1 í morgun Sebastian Vettel á Ferrari vann Formúlu 1 keppnina sem fram fór í Malasíu í morgun, en Lewis Hamilton varð annar á Mercedes. 29. mars 2015 13:33 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Mercedes liðið býst ekki við því að Malasíukappaksturinn endurtaki sig í Kína um komandi helgi. Þar vann Sebastian Vettel á Ferrari. Tæknistjóri Mercedes, Paddy Lowe segir að liðið sé búið að greina hvað fór úrskeiðis. Niðurstöður greininganna eru að mikill brautarhiti hafi leitt til lélegrar nýtingar á dekkjunum. Ending og frammistaða dekkjanna var verri en hjá Ferrari. Mercedes ætlar að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Liðið vinnur nú hörðum höndum að uppfærslum sem eiga að laga dekkjaslitið. Þessar uppfærslur hafa verið færðar framar í röðina. Þeirra var ekki að vænta strax en Mercedes vill nú fá þær í gagnið ekki seinna en strax. „Einstaklega hár brautarhiti - meira að segja fyrir Malasíu - átti stóran þátt í þessu mikla dekkjasliti,“ sagði Lowe. Tæknistjórinn telur að Ferrari verði ekki eins öflugt í Kína vegna þess hvernig brautin er. Hann viðurkennir þó að hugsanlega mun barátta liðanna endast út tímabilið. „Kína býður upp á allt öðruvísi áskoranir. Hitastigið getur breyst á milli ára en er almennt frekar lágt,“ sagði Lowe. „Það reynir meira á framdekkin - öfugt við Sepang (í Malasíu) - með góðri blöndu af beygjum og löngum beinum köflum, það verður því áhugavert að sjá hvernig bílarnir munu standa sig á enn annarri brautartýpunni á þessu tímabili,“ bætti Lowe við. „Það er nú skýrara en áður að alvöru barátta er hafinn um heimsmeistaratitilinn, svo við verðum að halda áfram að vinna á fullu í frammistöðubætandi uppfærslum,“ sagði Lowe að lokum.
Formúla Tengdar fréttir Manor reynir að velja frumsýningardag Manor Marussia liðið í Formúlu 1 veltir fyrir sér hvenær nýr bíll liðsins lýtur fyrst dagsins ljós. 5. apríl 2015 20:00 Permane: Lotus er enn að finna sig Lotus er "enn að komast á fæturna svona snemma á tímabilinu,“ samkvæmt Alan Permane, yfirverkfræðing liðsins. 4. apríl 2015 12:15 Bílskúrinn: Mercedes-menn malaðir í Malasíu Eftir keppnina í Malasíu er ljóst að Ferrari ætlar ekki að gefa Mercedes neitt eftir. Farið verður yfir helstu atburði helgarinnar hér í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi. 31. mars 2015 22:30 Hamilton búinn að ganga frá risasamningi Heimsmeistarinn í Formúlu 1, Lewis Hamilton, mun væntanlega skrifa undir nýjan samning við Mercedes fyrir helgi. 31. mars 2015 08:30 Sebastian Vettel fyrstur í mark í Malasíu Sebastian Vettel á Ferrari vann í Malasíu. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð þriðji. 29. mars 2015 08:27 Lauda: Ferrari voru einfaldlega betri í dag Ferrari og Sebastian Vettel fögnuðu gríðarlega. Eftir viðburðaríka og afar spennandi keppni höfðu ökumenn og liðsmenn ýmislegt að segja. 29. mars 2015 09:16 Sjáðu allt það helsta frá Formúlu 1 í morgun Sebastian Vettel á Ferrari vann Formúlu 1 keppnina sem fram fór í Malasíu í morgun, en Lewis Hamilton varð annar á Mercedes. 29. mars 2015 13:33 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Manor reynir að velja frumsýningardag Manor Marussia liðið í Formúlu 1 veltir fyrir sér hvenær nýr bíll liðsins lýtur fyrst dagsins ljós. 5. apríl 2015 20:00
Permane: Lotus er enn að finna sig Lotus er "enn að komast á fæturna svona snemma á tímabilinu,“ samkvæmt Alan Permane, yfirverkfræðing liðsins. 4. apríl 2015 12:15
Bílskúrinn: Mercedes-menn malaðir í Malasíu Eftir keppnina í Malasíu er ljóst að Ferrari ætlar ekki að gefa Mercedes neitt eftir. Farið verður yfir helstu atburði helgarinnar hér í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi. 31. mars 2015 22:30
Hamilton búinn að ganga frá risasamningi Heimsmeistarinn í Formúlu 1, Lewis Hamilton, mun væntanlega skrifa undir nýjan samning við Mercedes fyrir helgi. 31. mars 2015 08:30
Sebastian Vettel fyrstur í mark í Malasíu Sebastian Vettel á Ferrari vann í Malasíu. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð þriðji. 29. mars 2015 08:27
Lauda: Ferrari voru einfaldlega betri í dag Ferrari og Sebastian Vettel fögnuðu gríðarlega. Eftir viðburðaríka og afar spennandi keppni höfðu ökumenn og liðsmenn ýmislegt að segja. 29. mars 2015 09:16
Sjáðu allt það helsta frá Formúlu 1 í morgun Sebastian Vettel á Ferrari vann Formúlu 1 keppnina sem fram fór í Malasíu í morgun, en Lewis Hamilton varð annar á Mercedes. 29. mars 2015 13:33