Í fangelsi í tvö og hálft ár fyrir sölu hrossakjöts Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2015 13:44 Willy Selten seldi hrossakjöt sem nautakjöt um alla Evrópu. Vísir/AFP Hollenskur karlmaður var í dag dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að selja hrossakjöt sem nautakjöt um alla Evrópu. Willy Selten falsaði skjöl um uppruna kjöts í máli sem teygði sig frá hamborgurum í Írlandi til kjötbolla í Ikea og pylsa í Rússlandi. Af 167 sýnum sem tekin voru í sölufyrirtæki Selten reyndust 35 innihalda hrossakjöt, en allar vörurnar voru seldar sem hreint nautakjöt. Þetta er eitt stærsta hneyksli sinnar tegundar í Evrópu og kom fyrst upp árið 2013. Á vef Guardian segir að á árunum 2011 og 2012 hafi Selten selt minnst 336 tonn af hrossakjöti sem nautakjöt. Matvælaeftirlit Hollands lét endurkalla um 50 þúsund tonn af kjöti sem Selten hafði selt sem nautakjöt. Próf voru gerð á gífurlega mikið af kjöti í kjölfari málsins og í ljós kom að ein af hverjum tuttugu máltíðum sem sagðar eru innihalda nautakjöt í Evrópu, innihéldu í raun hrossakjöt. Annað hvort að fullu eða að hluta til. Hér að neðan má annars vegar sjá hvernig svindlið fór fram og hins vegar má sjá í hvaða löndum hrossakjöt fannst í nautakjötsumbúðum.Vísir/GraphicNewsVísir/GraphicNews Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hollenskur karlmaður var í dag dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að selja hrossakjöt sem nautakjöt um alla Evrópu. Willy Selten falsaði skjöl um uppruna kjöts í máli sem teygði sig frá hamborgurum í Írlandi til kjötbolla í Ikea og pylsa í Rússlandi. Af 167 sýnum sem tekin voru í sölufyrirtæki Selten reyndust 35 innihalda hrossakjöt, en allar vörurnar voru seldar sem hreint nautakjöt. Þetta er eitt stærsta hneyksli sinnar tegundar í Evrópu og kom fyrst upp árið 2013. Á vef Guardian segir að á árunum 2011 og 2012 hafi Selten selt minnst 336 tonn af hrossakjöti sem nautakjöt. Matvælaeftirlit Hollands lét endurkalla um 50 þúsund tonn af kjöti sem Selten hafði selt sem nautakjöt. Próf voru gerð á gífurlega mikið af kjöti í kjölfari málsins og í ljós kom að ein af hverjum tuttugu máltíðum sem sagðar eru innihalda nautakjöt í Evrópu, innihéldu í raun hrossakjöt. Annað hvort að fullu eða að hluta til. Hér að neðan má annars vegar sjá hvernig svindlið fór fram og hins vegar má sjá í hvaða löndum hrossakjöt fannst í nautakjötsumbúðum.Vísir/GraphicNewsVísir/GraphicNews
Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira