Nýr jepplingur frá Citroën Finnur Thorlacius skrifar 9. apríl 2015 08:59 Kraftalegur og útbólginn. Citroën hefur yfirleitt farið aðrar leiðir en hinir bílaframleiðendurnir og framleitt óvenjulega en oft á tíðum stefnumarkandi bíla eins og 2CV, DS og nýlegan C4 Cactus. Á sínum 95 starfsárum hefur Citroën framleitt 50 milljón bíla og óhætt er að segja að fjölmargar bílgerðir úr þeirra smiðju hafa troðið nýjar slóðir. Það á einnig við um þann nýjasta úr þeirra smiðju sem fengið hefur nafnið Aircross. Þessi bíll verður sýndur á bílasýningunni í Shanghai sem hefst seinna í þessum mánuði. Aircross virðist við fyrstu sýn erfa ýmislegt úr hönnun C4 Cactus bílsins og eru allar línur hans fremur bólgnar. Ekki er bíllinn venjulegri að innan en þar miðast allt við þægindi farþega. Sætin eru eins og sófar, leðurklæðning þeirra hvít með appelsínugulum höfuðpúðum. Í mælaborðinu eru tveir 12 tommu skjáir og má taka annan þeirra úr mælaborðinu og stýra aðgerðum á honum lausum. Í öllum sætum bílsins eru hátalarar og hljómurinn í bílnum er að sögn Citroën mjög góður. Aircross er á stærð við Audi Q5. Hann er á 22 tommu felgum og á Continental dekkjum. Bíllinn er tvinntengilbíll með 1,6 lítra bensínvél með forþjöppu sem orkar 218 hestöfl, auk 95 hestafla rafmótora. Þessi öfluga drifrás kemur bílnum á 100 km hraða á 4,5 sekúndum, en það er á við sprækan sportbíl. Svo er bara að vona að þessi bíll komist í gegnum hugmyndastigið og í fjöldaframleiðslu. Það gæti skýrst af viðtökunum í Shanghai. Óhefðbundinn og flottur að innan. Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent
Citroën hefur yfirleitt farið aðrar leiðir en hinir bílaframleiðendurnir og framleitt óvenjulega en oft á tíðum stefnumarkandi bíla eins og 2CV, DS og nýlegan C4 Cactus. Á sínum 95 starfsárum hefur Citroën framleitt 50 milljón bíla og óhætt er að segja að fjölmargar bílgerðir úr þeirra smiðju hafa troðið nýjar slóðir. Það á einnig við um þann nýjasta úr þeirra smiðju sem fengið hefur nafnið Aircross. Þessi bíll verður sýndur á bílasýningunni í Shanghai sem hefst seinna í þessum mánuði. Aircross virðist við fyrstu sýn erfa ýmislegt úr hönnun C4 Cactus bílsins og eru allar línur hans fremur bólgnar. Ekki er bíllinn venjulegri að innan en þar miðast allt við þægindi farþega. Sætin eru eins og sófar, leðurklæðning þeirra hvít með appelsínugulum höfuðpúðum. Í mælaborðinu eru tveir 12 tommu skjáir og má taka annan þeirra úr mælaborðinu og stýra aðgerðum á honum lausum. Í öllum sætum bílsins eru hátalarar og hljómurinn í bílnum er að sögn Citroën mjög góður. Aircross er á stærð við Audi Q5. Hann er á 22 tommu felgum og á Continental dekkjum. Bíllinn er tvinntengilbíll með 1,6 lítra bensínvél með forþjöppu sem orkar 218 hestöfl, auk 95 hestafla rafmótora. Þessi öfluga drifrás kemur bílnum á 100 km hraða á 4,5 sekúndum, en það er á við sprækan sportbíl. Svo er bara að vona að þessi bíll komist í gegnum hugmyndastigið og í fjöldaframleiðslu. Það gæti skýrst af viðtökunum í Shanghai. Óhefðbundinn og flottur að innan.
Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent