Tíst Musk hafa áhrif á gengi bréfa í Tesla Aðalsteinn Kjartansson skrifar 30. mars 2015 21:38 Gengi bréfa í Tesla Motors hækkuðu um þrjú prósent eftir að Musk tísti um nýja vöru. Fjárfestar virðast fylgjast grannt með Twitter-reikningi Elon Musk, forstjóra rafbílaframleiðandans Tesla. Í það minnsta virðist gengi bréfa í Tesla Motors taka kipp í hvert sinn sem hann tístir einhverju áhugaverðu. Quartz greinir frá þessu. Í dag boðaði Musk óvænt nýja vörulínu frá Tesla sem er ekki nýr bíll. Flestir telja að fyrirtækið komi með stærri rafhlöður á markað sem nota má til að sjá heilu heimili fyrir orku. Tesla hefur ekki viljað gefa neitt uppi um þessa nýju vörulínu þrátt fyrir yfirlýsingar forstjórans.Major new Tesla product line -- not a car -- will be unveiled at our Hawthorne Design Studio on Thurs 8pm, April 30— Elon Musk (@elonmusk) March 30, 2015 Markaðurinn tók hins vegar við sér og hækkuðu bréf í Tesla um 3 prósentustig í dag, eftir tístið frá Musk. Það er þó ekki eina skiptið sem þetta hefur gerst. Aðeins nokkrir dagar eru síðan að Musk neitaði á Twitter-síðunni sinni að nota tístin til að hafa áhrif á hlutabréfaverð. „Tímabundin hækkun á $TSLA hlutabréfum gerir augljóslega ekkert fyrir Tesla eða mig,“ tísti hann og fullyrti að hvorki hann né fyrirtækið væri að selja bréf.Neither I nor the company are selling shares. Even if we were, I wouldn't do this. It would be wrong. Our long term results are what matter.— Elon Musk (@elonmusk) March 16, 2015 Það þýðir þó ekki að tístin hafi ekki áhrif. 16. mars, þegar áðurnefnt tíst var sett í loftið, hækkuðu hlutabréf í Tesla um 3,7 prósent. 29. janúar tísti Musk um að hugbúnaðaruppfærsla fyrir Model S P85D bílinn gæti gert hann hraðskreiðari. Í kjölfarið hækkuðu bréf um 2,9 prósent. Það eru þó ekki öll tístin sem skila sér í hækkandi hlutabréfaverði. 8. mars neitaði hann seinkunum á opnun Gigafactory rafhlöðuverksmiðjunnar í tísti en í kjölfarið féll hlutabréf í Tesla um 1,5 prósent. Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fjárfestar virðast fylgjast grannt með Twitter-reikningi Elon Musk, forstjóra rafbílaframleiðandans Tesla. Í það minnsta virðist gengi bréfa í Tesla Motors taka kipp í hvert sinn sem hann tístir einhverju áhugaverðu. Quartz greinir frá þessu. Í dag boðaði Musk óvænt nýja vörulínu frá Tesla sem er ekki nýr bíll. Flestir telja að fyrirtækið komi með stærri rafhlöður á markað sem nota má til að sjá heilu heimili fyrir orku. Tesla hefur ekki viljað gefa neitt uppi um þessa nýju vörulínu þrátt fyrir yfirlýsingar forstjórans.Major new Tesla product line -- not a car -- will be unveiled at our Hawthorne Design Studio on Thurs 8pm, April 30— Elon Musk (@elonmusk) March 30, 2015 Markaðurinn tók hins vegar við sér og hækkuðu bréf í Tesla um 3 prósentustig í dag, eftir tístið frá Musk. Það er þó ekki eina skiptið sem þetta hefur gerst. Aðeins nokkrir dagar eru síðan að Musk neitaði á Twitter-síðunni sinni að nota tístin til að hafa áhrif á hlutabréfaverð. „Tímabundin hækkun á $TSLA hlutabréfum gerir augljóslega ekkert fyrir Tesla eða mig,“ tísti hann og fullyrti að hvorki hann né fyrirtækið væri að selja bréf.Neither I nor the company are selling shares. Even if we were, I wouldn't do this. It would be wrong. Our long term results are what matter.— Elon Musk (@elonmusk) March 16, 2015 Það þýðir þó ekki að tístin hafi ekki áhrif. 16. mars, þegar áðurnefnt tíst var sett í loftið, hækkuðu hlutabréf í Tesla um 3,7 prósent. 29. janúar tísti Musk um að hugbúnaðaruppfærsla fyrir Model S P85D bílinn gæti gert hann hraðskreiðari. Í kjölfarið hækkuðu bréf um 2,9 prósent. Það eru þó ekki öll tístin sem skila sér í hækkandi hlutabréfaverði. 8. mars neitaði hann seinkunum á opnun Gigafactory rafhlöðuverksmiðjunnar í tísti en í kjölfarið féll hlutabréf í Tesla um 1,5 prósent.
Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira