Formúla 1 fyrir konur Finnur Thorlacius skrifar 31. mars 2015 09:35 Susie Wolff er reynsluökumaður hjá Formúlu 1 liði Williams. Bernie Ecclestone, eigandi Formúlu 1 mótaraðarinnar, hefur mikinn áhuga á því að efna til sérstakrar mótaraðar í Formúlu 1 þar sem eingöngu kvenfólk yrðu ökumenn. Ecclestone telur að hvorki muni vanta áhorfendurna, auglýsingarnar eða styrktaraðilana fyrir slíka mótaröð. Ecclestone sér það fyrir sér að keppni kvenökumannanna færi fram á undan keppni karlökumannanna á sunnudögum. Eini vandinn sem hinn 84 ára eigandi Formúlu 1 sér við þessa hugmynd sína sé fólgin í því að fá nógu marga hæfa kvenökumenn til að halda úti heilli mótaröð. Ekki er mikið um kvenfólk sem keppir í þeim hraðakstursmótaröðum sem nú er keppt í í heiminum og enginn keppandi í Formúlu 1 er kvenkyns. Susie Wolff er 32 ára reynsluaksturmaður hjá Williams liðinu og hún hefur alla ævi keppt við karlmenn, meðal annars í Formúlu 3 keppnisröðinni. Carmen Jorda keppir fyrir Lotus í GP3 mótaröðinni og hin bandaríska Danica Patrick hefur lengi keppt í Nascar mótaröðinni vestanhafs og hún hefur margsinnis verið talin líkleg sem Formúlu 1 ökumaður. Nokkur þekkt önnur nöfn í röðum kvenökumanna hafa verið nefnd til sögunnar sem líklegir ökumenn ef af Formúlu 1 meðal kvenna yrði, þar á meðal Rahel Frey, Sarah Fisher, Pippa Mann, Natacha Gachnang og Maria de Villota. Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent
Bernie Ecclestone, eigandi Formúlu 1 mótaraðarinnar, hefur mikinn áhuga á því að efna til sérstakrar mótaraðar í Formúlu 1 þar sem eingöngu kvenfólk yrðu ökumenn. Ecclestone telur að hvorki muni vanta áhorfendurna, auglýsingarnar eða styrktaraðilana fyrir slíka mótaröð. Ecclestone sér það fyrir sér að keppni kvenökumannanna færi fram á undan keppni karlökumannanna á sunnudögum. Eini vandinn sem hinn 84 ára eigandi Formúlu 1 sér við þessa hugmynd sína sé fólgin í því að fá nógu marga hæfa kvenökumenn til að halda úti heilli mótaröð. Ekki er mikið um kvenfólk sem keppir í þeim hraðakstursmótaröðum sem nú er keppt í í heiminum og enginn keppandi í Formúlu 1 er kvenkyns. Susie Wolff er 32 ára reynsluaksturmaður hjá Williams liðinu og hún hefur alla ævi keppt við karlmenn, meðal annars í Formúlu 3 keppnisröðinni. Carmen Jorda keppir fyrir Lotus í GP3 mótaröðinni og hin bandaríska Danica Patrick hefur lengi keppt í Nascar mótaröðinni vestanhafs og hún hefur margsinnis verið talin líkleg sem Formúlu 1 ökumaður. Nokkur þekkt önnur nöfn í röðum kvenökumanna hafa verið nefnd til sögunnar sem líklegir ökumenn ef af Formúlu 1 meðal kvenna yrði, þar á meðal Rahel Frey, Sarah Fisher, Pippa Mann, Natacha Gachnang og Maria de Villota.
Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent