Indriði Sigurðsson hefur verið fyrirliði Viking í Stavanger undanfarin ár en Blikinn Guðmundur var gerður að fyrirliða Start fyrr í mánuðinum.
Þeir tveir stilltu sér því upp fyrir miðju á árlegri fyrirliðamynd norsku úrvalsdeildarinnar sem er ávallt tekinn á kynningarfundi deildarinar.
Viking hefur leik í norsku úrvalsdeildinni sjötta apríl þegar liðið mætir Mjöndalen en Start byrjar degi síðar. Það mætir þá Lilleström í Íslendingaslag.
2 Icelanders that captain Norwegian teams: @indisig with @viking_fk & @GummiKri with @ikstart. #TeamTotalFootball pic.twitter.com/dQORd8CzZn
— Total Football (@totalfl) March 19, 2015