0,3% nýrra bíla bandarískra stjórnvalda rafmagnsbílar Finnur Thorlacius skrifar 20. mars 2015 15:14 Fögur orð sjást stundum ekki í verki. Þó svo yfirlýst stefna bandarískra stjórvalda sé að styðja við framleiðslu rafmagnsbíla vegna umhverfismála keyptu þau aðeins 512 bíla af þeim 175.122 nýjum bílum sem stjórnvöld fjárfestu í á fyrstu 10 mánuðum síðasta árs. Á þetta bæði við um stjórnvöld einstakra fylkja og ríkisins. Það voru bílarísarnir þrír, GM, Ford og Chrysler, ásamt Toyota og Volkswagen sem bent hafa á þessa staðreynd og þykir þeim að yfirlýst stefna þeirra lýsi sér ekki í verki. Af þessum 175.122 keyptu bílum í fyrra voru 7.048 tvinnbílar, þ.e. bílar sem bæði ganga fyrir brunvélum og rafmótorum, en aðeins 512 ganga eingöngu fyrir rafmagni. Barack Obama forseti Bandaríkjanna hefur samt undirritað stefnuyfirlýsingu þess efnis að árið 2025 verði 50% af þeim bílum sem ríkið og fylkisstjórnir kaupa verði að vera rafmagnsbílar eða tvinnorkubílar. Víst eru 10 ár í það, en ekki hefst þessi stefna í verki, enn sem komið er. Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent
Þó svo yfirlýst stefna bandarískra stjórvalda sé að styðja við framleiðslu rafmagnsbíla vegna umhverfismála keyptu þau aðeins 512 bíla af þeim 175.122 nýjum bílum sem stjórnvöld fjárfestu í á fyrstu 10 mánuðum síðasta árs. Á þetta bæði við um stjórnvöld einstakra fylkja og ríkisins. Það voru bílarísarnir þrír, GM, Ford og Chrysler, ásamt Toyota og Volkswagen sem bent hafa á þessa staðreynd og þykir þeim að yfirlýst stefna þeirra lýsi sér ekki í verki. Af þessum 175.122 keyptu bílum í fyrra voru 7.048 tvinnbílar, þ.e. bílar sem bæði ganga fyrir brunvélum og rafmótorum, en aðeins 512 ganga eingöngu fyrir rafmagni. Barack Obama forseti Bandaríkjanna hefur samt undirritað stefnuyfirlýsingu þess efnis að árið 2025 verði 50% af þeim bílum sem ríkið og fylkisstjórnir kaupa verði að vera rafmagnsbílar eða tvinnorkubílar. Víst eru 10 ár í það, en ekki hefst þessi stefna í verki, enn sem komið er.
Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent