0,3% nýrra bíla bandarískra stjórnvalda rafmagnsbílar Finnur Thorlacius skrifar 20. mars 2015 15:14 Fögur orð sjást stundum ekki í verki. Þó svo yfirlýst stefna bandarískra stjórvalda sé að styðja við framleiðslu rafmagnsbíla vegna umhverfismála keyptu þau aðeins 512 bíla af þeim 175.122 nýjum bílum sem stjórnvöld fjárfestu í á fyrstu 10 mánuðum síðasta árs. Á þetta bæði við um stjórnvöld einstakra fylkja og ríkisins. Það voru bílarísarnir þrír, GM, Ford og Chrysler, ásamt Toyota og Volkswagen sem bent hafa á þessa staðreynd og þykir þeim að yfirlýst stefna þeirra lýsi sér ekki í verki. Af þessum 175.122 keyptu bílum í fyrra voru 7.048 tvinnbílar, þ.e. bílar sem bæði ganga fyrir brunvélum og rafmótorum, en aðeins 512 ganga eingöngu fyrir rafmagni. Barack Obama forseti Bandaríkjanna hefur samt undirritað stefnuyfirlýsingu þess efnis að árið 2025 verði 50% af þeim bílum sem ríkið og fylkisstjórnir kaupa verði að vera rafmagnsbílar eða tvinnorkubílar. Víst eru 10 ár í það, en ekki hefst þessi stefna í verki, enn sem komið er. Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent
Þó svo yfirlýst stefna bandarískra stjórvalda sé að styðja við framleiðslu rafmagnsbíla vegna umhverfismála keyptu þau aðeins 512 bíla af þeim 175.122 nýjum bílum sem stjórnvöld fjárfestu í á fyrstu 10 mánuðum síðasta árs. Á þetta bæði við um stjórnvöld einstakra fylkja og ríkisins. Það voru bílarísarnir þrír, GM, Ford og Chrysler, ásamt Toyota og Volkswagen sem bent hafa á þessa staðreynd og þykir þeim að yfirlýst stefna þeirra lýsi sér ekki í verki. Af þessum 175.122 keyptu bílum í fyrra voru 7.048 tvinnbílar, þ.e. bílar sem bæði ganga fyrir brunvélum og rafmótorum, en aðeins 512 ganga eingöngu fyrir rafmagni. Barack Obama forseti Bandaríkjanna hefur samt undirritað stefnuyfirlýsingu þess efnis að árið 2025 verði 50% af þeim bílum sem ríkið og fylkisstjórnir kaupa verði að vera rafmagnsbílar eða tvinnorkubílar. Víst eru 10 ár í það, en ekki hefst þessi stefna í verki, enn sem komið er.
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent