Audi ætlar ekki í strumpastrætóstríð við BMW Finnur Thorlacius skrifar 20. mars 2015 15:53 BMW 2 Active Tourer. Audi hefur látið hafa eftir sér að fyrirtækið ætli ekki að framleiða strumpastrætó (minivan) og keppa við BMW 2 Active Tourer og það þurfi þeir ekki að gera til að ná markmiðum sínum um 2 milljón bíla sölu á ári fljótlega. BMW kynnti sinn 2-línu Active Tourer sem er 5 manna á síðasta ári og ætlar að auki að kynna 7 manna útgáfu hans í júní á þessu ári. Báðir eru þeir framhjóladrifnir, en það er eitthvað sem BMW bílar eru almennt ekki. Í stað þess að kynna slíkan bíl frá Audi ætlar fyrirtækið að eftirláta það systurfyrirtækinu Volkswagen að keppa við BMW í þessum flokki bíla. Volkswagen er með nokkra bíla í þessum flokki sem eru verðugir keppinautar nýja bíls BMW, segja Audi-menn. Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent
Audi hefur látið hafa eftir sér að fyrirtækið ætli ekki að framleiða strumpastrætó (minivan) og keppa við BMW 2 Active Tourer og það þurfi þeir ekki að gera til að ná markmiðum sínum um 2 milljón bíla sölu á ári fljótlega. BMW kynnti sinn 2-línu Active Tourer sem er 5 manna á síðasta ári og ætlar að auki að kynna 7 manna útgáfu hans í júní á þessu ári. Báðir eru þeir framhjóladrifnir, en það er eitthvað sem BMW bílar eru almennt ekki. Í stað þess að kynna slíkan bíl frá Audi ætlar fyrirtækið að eftirláta það systurfyrirtækinu Volkswagen að keppa við BMW í þessum flokki bíla. Volkswagen er með nokkra bíla í þessum flokki sem eru verðugir keppinautar nýja bíls BMW, segja Audi-menn.
Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent