Mercedes lofar 10 nýjum tvinntengilbílum Finnur Thorlacius skrifar 23. mars 2015 10:10 Mercedes Benz C350e á bílasýningunni í Genf. Mercedes Benz ætlar að fjölga stórlega bílum sínum sem bæði ganga fyrir rafmagni og brunavélum. Frá og með árinu 2017 mun þeim fjölga um 10 gerðir. Í leiðinni ætlar Mercedes Benz að skipta um nafnakerfi fyrir þessa tvinntengilbíla og fá þeir allir stafinn e í enda nafnsins. Þannig breytist núverandi Mercedes Benz C350 Plug-in-Hybrid í C350e. Mercedes Benz GLE verður fyrsti jepplingurinn frá þeim sem fær rafmótora og V-Class sendibílarnir þeir fyrstu af sendibílum fyrirtækisins. Fyrsti bíll Mercedes Benz með rafmótora og brunavél var S-Class 500 Plug-in-Hybrid og hefur honum verið mjög vel tekið. Það sem rekur Mercedes Benz til þessarar rafmagnsvæðingar bílaflota síns er bæði þær ströngu reglur sem Evrópusambandið hefur sett bílaframleiðendum um minnkandi mengun og samkeppnin, sem einnig fjölgar mjög tvinntengilbílum sínum um þessar mundir. Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður
Mercedes Benz ætlar að fjölga stórlega bílum sínum sem bæði ganga fyrir rafmagni og brunavélum. Frá og með árinu 2017 mun þeim fjölga um 10 gerðir. Í leiðinni ætlar Mercedes Benz að skipta um nafnakerfi fyrir þessa tvinntengilbíla og fá þeir allir stafinn e í enda nafnsins. Þannig breytist núverandi Mercedes Benz C350 Plug-in-Hybrid í C350e. Mercedes Benz GLE verður fyrsti jepplingurinn frá þeim sem fær rafmótora og V-Class sendibílarnir þeir fyrstu af sendibílum fyrirtækisins. Fyrsti bíll Mercedes Benz með rafmótora og brunavél var S-Class 500 Plug-in-Hybrid og hefur honum verið mjög vel tekið. Það sem rekur Mercedes Benz til þessarar rafmagnsvæðingar bílaflota síns er bæði þær ströngu reglur sem Evrópusambandið hefur sett bílaframleiðendum um minnkandi mengun og samkeppnin, sem einnig fjölgar mjög tvinntengilbílum sínum um þessar mundir.
Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður