Vin Diesel skírir nýfædda dóttur eftir Paul Walker Finnur Thorlacius skrifar 24. mars 2015 09:34 Paul Walker og Vin Diesel úr Fast & Furious. Fast & Furious leikarinn Vin Diesel og Paloma Jimenez eiginkona hans eru nýbúin að eignast dóttur, sem er þeirra þriðja barn. Í minningu samleikara Vin Diesel, Paul Walker, hefur stúlkan verið skírð Pauline. Paul Walker lést í hörmulegu bílslysi í nóvember árið 2013, en þá voru tökur á Fast & Furious 7 myndinni langt komnar. Stutt er í að sýningar hefjist á þessari mynd, þ.e. 3. apríl og þar sem 85% af þeim tökum sem Paul Walker átti að sjást í voru afstaðnar þegar Paul Walker lést, spilar hann stórt hlutverk í myndinni. Vin Diesel og Paul Walker voru ekki aðeins samleikarar í Fast & Furious myndunum, heldur náði vinskapur þeirra mun lengra og eyddu þeir miklum tíma saman. Því vill Vin Diesel minnast þessa góðvinar síns með þessari nafngift dóttur sinnar. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent
Fast & Furious leikarinn Vin Diesel og Paloma Jimenez eiginkona hans eru nýbúin að eignast dóttur, sem er þeirra þriðja barn. Í minningu samleikara Vin Diesel, Paul Walker, hefur stúlkan verið skírð Pauline. Paul Walker lést í hörmulegu bílslysi í nóvember árið 2013, en þá voru tökur á Fast & Furious 7 myndinni langt komnar. Stutt er í að sýningar hefjist á þessari mynd, þ.e. 3. apríl og þar sem 85% af þeim tökum sem Paul Walker átti að sjást í voru afstaðnar þegar Paul Walker lést, spilar hann stórt hlutverk í myndinni. Vin Diesel og Paul Walker voru ekki aðeins samleikarar í Fast & Furious myndunum, heldur náði vinskapur þeirra mun lengra og eyddu þeir miklum tíma saman. Því vill Vin Diesel minnast þessa góðvinar síns með þessari nafngift dóttur sinnar.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent