Lewis Hamilton kaupir Ferrari La Ferrari Finnur Thorlacius skrifar 24. mars 2015 10:46 Lewis Hamilton brosir nú hringinn á nýja La Ferrari bíl sínum. Lewis Hamilton fagnaði sigrinum í Ástralska Formúlu 1 kappakstrinum með því að kaupa sér Ferrari La Ferrari bíl. Ekki er þar um ódýran bíl að ræða en hann kostar 1,5 milljónir dollara, eða ríflega 200 milljónir króna. Einhverjir hefðu haldið að þar sem Lewis Hamilton ekur fyrir Mercedes Benz í Formúlu 1 þá myndi hann fá sér bíl úr smiðju þeirra og að forsvarsmenn Mercedes Benz væru ekki par hrifnir af þessum kaupum ökuþórsins. Það virðist þó ekki standa í þeim og segjast þeir vera alveg sama um kaup hans á þessum Ferrari bíl, enda þar um að ræða einn öflugasta og hraðskreiðasta bíl sem framleiddur er. Það hæfi slíkum ökumanni. Ferrari La Ferrari er tengiltvinnbíll með aflrás sem samanstendur af öflugri bensínvél og rafmótorum sem samtals skila 963 hestöflum. Hann hefur hámarkshraða yfir 350 km/klst og er sneggri í hundraðið en 3 sekúndur. Af honum verða aðeins smíðuð 499 eintök. Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent
Lewis Hamilton fagnaði sigrinum í Ástralska Formúlu 1 kappakstrinum með því að kaupa sér Ferrari La Ferrari bíl. Ekki er þar um ódýran bíl að ræða en hann kostar 1,5 milljónir dollara, eða ríflega 200 milljónir króna. Einhverjir hefðu haldið að þar sem Lewis Hamilton ekur fyrir Mercedes Benz í Formúlu 1 þá myndi hann fá sér bíl úr smiðju þeirra og að forsvarsmenn Mercedes Benz væru ekki par hrifnir af þessum kaupum ökuþórsins. Það virðist þó ekki standa í þeim og segjast þeir vera alveg sama um kaup hans á þessum Ferrari bíl, enda þar um að ræða einn öflugasta og hraðskreiðasta bíl sem framleiddur er. Það hæfi slíkum ökumanni. Ferrari La Ferrari er tengiltvinnbíll með aflrás sem samanstendur af öflugri bensínvél og rafmótorum sem samtals skila 963 hestöflum. Hann hefur hámarkshraða yfir 350 km/klst og er sneggri í hundraðið en 3 sekúndur. Af honum verða aðeins smíðuð 499 eintök.
Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent