Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Afturelding 23-31 | Afturelding tryggði annað sætið Guðmundur Tómas Sigfússon í íþróttahöllinni í Vestmannaeyjum skrifar 26. mars 2015 15:36 Theodór Sigurbjörnsson, hornamaðu ÍBV. vísir/andri marinó Afturelding tryggði sér 2. sætið Olís-deildar karla með átta marka sigri á Eyjamönnum í Eyjum, í kvöld. Gestirnir voru sterkari allan leikinn en Pétur Júníusson átti frábæran leik og skoraði átta mörk. Það var orðið ljóst strax fyrir leik að það yrði á brattan að sækja fyrir Eyjamenn. Tvo sterka leikmenn vantaði í liðið, þá Magnús Stefánsson og Sindra Haraldsson. Ungur Eyjamaður þurfti því að leika í mikilvægustu stöðunni í varnarleik Eyjamanna, hafsentinn. Fjarvera þessara tveggja frábæru varnarmanna truflaði Eyjamenn og það gríðarlega. Hvað eftir annað opnuðust glufur í vörninni og það nýttu gestirnir sér. Pétur Júníusson átti eins og áður segir stórleik í sókninni hjá Aftureldingu, hann skoraði átta mörk úr níu skotum. Eyjamenn komust þó þrisvar sinnum yfir í upphafi leiks, eftir fimmtán mínútna leik var þó jafnt 6-6. Á upphafsmínútunum lék Andri Heimir Friðriksson mjög vel í liði heimamanna og skoraði þrjú af fyrstu fimm mörkum ÍBV. Á þessum tímapunkti hófst frábær kafli gestanna. Vörnin small og þá fylgja yfirleitt hraðaupphlaupin, Árni Bragi Eyjólfsson var einstaklega drjúgur á þessum kafla. Mörkin komu þó úr öllum áttum og staðan skyndilega orðin 6-12, gestunum í vil. Þá skoruðu Eyjamenn loksins mark en það eingöngu vegna þess að Örn Ingi Bjarkason stóð í markinu. Hann hefur aldrei verið frægur fyrir mikla markmannstakta. Mestur varð munurinn þó undir lok fyrri hálfleiks þegar að gestirnir komust sjö mörkum yfir í 10-17. Grétar Þór Eyþórsson sá þó til þess að Eyjamenn færu ekki grautfúlir inn í búningsklefa því honum tókst að minnka muninn í sex mörk úr vítakasti. Í upphafi síðari hálfleiks tókst heimamönnum að minnka muninn jafnt og þétt en þeir fóru að spila mun betur. Þegar munurinn var kominn niður í fjögur mörk gáfu gestirnir aftur í. Flottur kafli þeirra sá til þess að staðan var orðin 18-25. Gestirnir nýttu sér „vestið“ þegar að þeir léku manni færri. Þá skiptu markmenn þeirra við Örn Inga Bjarkason og leikmenn Aftureldingar því jafn margir í sókninni. Þetta gekk gríðarlega vel hjá þeim en þeir töpuðu varla kafla þegar þeir misstu mann útaf. Lokakafli gestanna var einnig aðdáunarverður en þeir keyrðu grimmt í bakið á Eyjamönnum. Að lokum voru gestirnir komnir átta mörkum yfir og lokatölur voru því 23-31. Með sigrinum tryggðu gestirnir sér það að þeir verða aldrei neðar en 2. sætið. Þeir eiga einnig möguleika á deildarmeistaratitlinum. Það er því ljóst að Afturelding á heimaleikjaréttinn í 8-liða úrslitunum og einnig í undanúrslitunum, komist þeir þangað. ÍBV er þó enn í basli í 6. sæti deildarinnar og þurfa eitt stig til viðbótar til að tryggja sætið í úrslitakeppninni.Gunnar Magnússon: Náum aldrei takti „Þetta var ekki nógu gott, ég er óánægður með fyrri hálfleikinn, sérstaklega varnarlega,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, en hann var ósáttur eftir tap gegn Aftureldingu. „Við náum aldrei takti í dag varnarlega og vorum alltaf í vandræðum. Að sama skapi erum við að fara illa með hraðaupphlaupin sem fáum þegar við vinnum boltann.“ „Sóknarlega eru lykilmenn eins og Agnar, Einar og fleiri sem við eigum inni. Við þurfum að fá meira framlag frá þessum strákum til að vinna jafn gott lið og Aftureldingu,“ sagði Gunnar en Agnar og Einar skoruðu samtals þrjú mörk úr þrettán skotum í dag. Eyjamenn minnkuðu muninn í fjögur mörk þegar tíu mínútur voru eftir, þá héldu margir að það væri möguleiki. Hvað gerist þarna á síðustu mínútunum? „Við tókum smá séns í færum og annað, reyndum að stytta sóknirnar aðeins. Það er stutt á milli í þessu, við förum með víti og hraðaupphlaup einn á móti markmanni. Ef við skorum úr þessum færum er þetta allt annar leikur.“ Sindri Haraldsson og Magnús Stefánsson voru fjarri góðu gamni í dag. Hversu illa lítur það út? „Þetta lítur ekkert alltof vel út, auðvitað vonum við að þeir komi til baka en það er erfitt að segja. Magnús átti að fara í læknisskoðun í gær en flugvélin bilaði, hann fer í næstu viku. Sindri spilar líklega ekki meira með á tímabilinu. Við þurfum að fá meira út úr þeim leikmönnum sem eru heilir, þeir geta mikið betur.“ móttekiðEinar Andri Einarsson: Hefðum tekið annað sætið fyrir mótið „Mér fannst við spila frábæran sóknarleik í 60 mínútur. Við vorum í ströggli í vörninni í byrjun fyrri og seinni hálfleiks en heilt yfir fannst mér þetta vera mjög góður leikur hjá okkur,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir stórsigur hans manna á Íslands- og bikarmeisturum Eyjamanna. „Þetta er svipað sóknarlega og við höfum verið að gera á móti ÍBV. Við gerðum tvær eða þrjár áherslubreytingar en það verður að koma fram að það vantaði tvo lykilmenn í vörnina hjá Eyjamönnum.“ „Samt sem áður fannst mér við útfæra sóknarleikinn mjög vel. Menn voru ákafir að koma í skotin og það var lítið hik á hlutunum,“ sagði Einar en Afturelding vann alla þrjá leikina gegn Eyjamönnum í deildinni. Afturelding tryggði sér annað sætið með sigrinum og geta því einungis lent í fyrsta eða öðru sæti deildarinnar. „Við erum virkilega ánægðir að klára annað sætið í kvöld, vonandi fáum við hagstæð úrslit í kvöld, í öðrum leikjum. Þá getum við kannski ógnað Valsmönnum eitthvað.“ „Við hefðum tekið annað sætið fyrir mótið,“ sagði Einar en Afturelding er nýliði í Olís-deild karla. Á síðasta tímabili urðu Eyjamenn í öðru sæti deildarinnar, einnig sem nýliðar. „Ég er mjög spenntur, liðið er í fínum málum, menn eru í góðu standi og vonandi hungraðir,“ sagði Einar að lokum en hann hefur gert frábæra hluti með liðið í ár. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Sjá meira
Afturelding tryggði sér 2. sætið Olís-deildar karla með átta marka sigri á Eyjamönnum í Eyjum, í kvöld. Gestirnir voru sterkari allan leikinn en Pétur Júníusson átti frábæran leik og skoraði átta mörk. Það var orðið ljóst strax fyrir leik að það yrði á brattan að sækja fyrir Eyjamenn. Tvo sterka leikmenn vantaði í liðið, þá Magnús Stefánsson og Sindra Haraldsson. Ungur Eyjamaður þurfti því að leika í mikilvægustu stöðunni í varnarleik Eyjamanna, hafsentinn. Fjarvera þessara tveggja frábæru varnarmanna truflaði Eyjamenn og það gríðarlega. Hvað eftir annað opnuðust glufur í vörninni og það nýttu gestirnir sér. Pétur Júníusson átti eins og áður segir stórleik í sókninni hjá Aftureldingu, hann skoraði átta mörk úr níu skotum. Eyjamenn komust þó þrisvar sinnum yfir í upphafi leiks, eftir fimmtán mínútna leik var þó jafnt 6-6. Á upphafsmínútunum lék Andri Heimir Friðriksson mjög vel í liði heimamanna og skoraði þrjú af fyrstu fimm mörkum ÍBV. Á þessum tímapunkti hófst frábær kafli gestanna. Vörnin small og þá fylgja yfirleitt hraðaupphlaupin, Árni Bragi Eyjólfsson var einstaklega drjúgur á þessum kafla. Mörkin komu þó úr öllum áttum og staðan skyndilega orðin 6-12, gestunum í vil. Þá skoruðu Eyjamenn loksins mark en það eingöngu vegna þess að Örn Ingi Bjarkason stóð í markinu. Hann hefur aldrei verið frægur fyrir mikla markmannstakta. Mestur varð munurinn þó undir lok fyrri hálfleiks þegar að gestirnir komust sjö mörkum yfir í 10-17. Grétar Þór Eyþórsson sá þó til þess að Eyjamenn færu ekki grautfúlir inn í búningsklefa því honum tókst að minnka muninn í sex mörk úr vítakasti. Í upphafi síðari hálfleiks tókst heimamönnum að minnka muninn jafnt og þétt en þeir fóru að spila mun betur. Þegar munurinn var kominn niður í fjögur mörk gáfu gestirnir aftur í. Flottur kafli þeirra sá til þess að staðan var orðin 18-25. Gestirnir nýttu sér „vestið“ þegar að þeir léku manni færri. Þá skiptu markmenn þeirra við Örn Inga Bjarkason og leikmenn Aftureldingar því jafn margir í sókninni. Þetta gekk gríðarlega vel hjá þeim en þeir töpuðu varla kafla þegar þeir misstu mann útaf. Lokakafli gestanna var einnig aðdáunarverður en þeir keyrðu grimmt í bakið á Eyjamönnum. Að lokum voru gestirnir komnir átta mörkum yfir og lokatölur voru því 23-31. Með sigrinum tryggðu gestirnir sér það að þeir verða aldrei neðar en 2. sætið. Þeir eiga einnig möguleika á deildarmeistaratitlinum. Það er því ljóst að Afturelding á heimaleikjaréttinn í 8-liða úrslitunum og einnig í undanúrslitunum, komist þeir þangað. ÍBV er þó enn í basli í 6. sæti deildarinnar og þurfa eitt stig til viðbótar til að tryggja sætið í úrslitakeppninni.Gunnar Magnússon: Náum aldrei takti „Þetta var ekki nógu gott, ég er óánægður með fyrri hálfleikinn, sérstaklega varnarlega,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, en hann var ósáttur eftir tap gegn Aftureldingu. „Við náum aldrei takti í dag varnarlega og vorum alltaf í vandræðum. Að sama skapi erum við að fara illa með hraðaupphlaupin sem fáum þegar við vinnum boltann.“ „Sóknarlega eru lykilmenn eins og Agnar, Einar og fleiri sem við eigum inni. Við þurfum að fá meira framlag frá þessum strákum til að vinna jafn gott lið og Aftureldingu,“ sagði Gunnar en Agnar og Einar skoruðu samtals þrjú mörk úr þrettán skotum í dag. Eyjamenn minnkuðu muninn í fjögur mörk þegar tíu mínútur voru eftir, þá héldu margir að það væri möguleiki. Hvað gerist þarna á síðustu mínútunum? „Við tókum smá séns í færum og annað, reyndum að stytta sóknirnar aðeins. Það er stutt á milli í þessu, við förum með víti og hraðaupphlaup einn á móti markmanni. Ef við skorum úr þessum færum er þetta allt annar leikur.“ Sindri Haraldsson og Magnús Stefánsson voru fjarri góðu gamni í dag. Hversu illa lítur það út? „Þetta lítur ekkert alltof vel út, auðvitað vonum við að þeir komi til baka en það er erfitt að segja. Magnús átti að fara í læknisskoðun í gær en flugvélin bilaði, hann fer í næstu viku. Sindri spilar líklega ekki meira með á tímabilinu. Við þurfum að fá meira út úr þeim leikmönnum sem eru heilir, þeir geta mikið betur.“ móttekiðEinar Andri Einarsson: Hefðum tekið annað sætið fyrir mótið „Mér fannst við spila frábæran sóknarleik í 60 mínútur. Við vorum í ströggli í vörninni í byrjun fyrri og seinni hálfleiks en heilt yfir fannst mér þetta vera mjög góður leikur hjá okkur,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir stórsigur hans manna á Íslands- og bikarmeisturum Eyjamanna. „Þetta er svipað sóknarlega og við höfum verið að gera á móti ÍBV. Við gerðum tvær eða þrjár áherslubreytingar en það verður að koma fram að það vantaði tvo lykilmenn í vörnina hjá Eyjamönnum.“ „Samt sem áður fannst mér við útfæra sóknarleikinn mjög vel. Menn voru ákafir að koma í skotin og það var lítið hik á hlutunum,“ sagði Einar en Afturelding vann alla þrjá leikina gegn Eyjamönnum í deildinni. Afturelding tryggði sér annað sætið með sigrinum og geta því einungis lent í fyrsta eða öðru sæti deildarinnar. „Við erum virkilega ánægðir að klára annað sætið í kvöld, vonandi fáum við hagstæð úrslit í kvöld, í öðrum leikjum. Þá getum við kannski ógnað Valsmönnum eitthvað.“ „Við hefðum tekið annað sætið fyrir mótið,“ sagði Einar en Afturelding er nýliði í Olís-deild karla. Á síðasta tímabili urðu Eyjamenn í öðru sæti deildarinnar, einnig sem nýliðar. „Ég er mjög spenntur, liðið er í fínum málum, menn eru í góðu standi og vonandi hungraðir,“ sagði Einar að lokum en hann hefur gert frábæra hluti með liðið í ár.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Sjá meira