Hættir Volkswagen framleiðslu bjöllunnar? Finnur Thorlacius skrifar 10. mars 2015 09:41 Verður bjallan fyrir niðurskurðarhnífnum hjá Volkswagen? Hjá Volkswagen er nú reynt að skera niður kostnað til að auka arðsemi fyrirtækisins. Allra leiða er leitað og til greina kemur að hætta við framleiðslu nokkurra bílgerða sem ekki seljast sérlega vel. Ein þeirra er hin sögufræga bjalla, eða New Beetle, sem nú selst ekki nema í 2.000 til 3.000 eintökum á mánuði. Einnig er líklegt að Volkswagen hætti framleiðslu Polo með þremur hurðum, en fimm hurða útgáfa hans selst þó ágætlega. Þegar bjallan var endurvakin árið 1998 fékk bíllinn góðar viðtökur og seldust 83.000 eintök árið 1999. Salan nú er því aðeins orðin um þriðjungur þess. Núverandi kynslóð bjöllunnar er frá árinu 2011 og er hún því farin að eldast í ofanálag. Ráðamenn hjá Volkswagen segja að engin endanleg ákvörðun hafi verið tekin um að hætta framleiðslu ákveðinna bílgerða, en heimildir frá Der Spiegel herma annað og segist blaðið hafa heimildir fyrir því að framtíð bjöllunar sé nú í mikilli hættu. Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent
Hjá Volkswagen er nú reynt að skera niður kostnað til að auka arðsemi fyrirtækisins. Allra leiða er leitað og til greina kemur að hætta við framleiðslu nokkurra bílgerða sem ekki seljast sérlega vel. Ein þeirra er hin sögufræga bjalla, eða New Beetle, sem nú selst ekki nema í 2.000 til 3.000 eintökum á mánuði. Einnig er líklegt að Volkswagen hætti framleiðslu Polo með þremur hurðum, en fimm hurða útgáfa hans selst þó ágætlega. Þegar bjallan var endurvakin árið 1998 fékk bíllinn góðar viðtökur og seldust 83.000 eintök árið 1999. Salan nú er því aðeins orðin um þriðjungur þess. Núverandi kynslóð bjöllunnar er frá árinu 2011 og er hún því farin að eldast í ofanálag. Ráðamenn hjá Volkswagen segja að engin endanleg ákvörðun hafi verið tekin um að hætta framleiðslu ákveðinna bílgerða, en heimildir frá Der Spiegel herma annað og segist blaðið hafa heimildir fyrir því að framtíð bjöllunar sé nú í mikilli hættu.
Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent