Herbergin eru hönnuð í frumlegum stíl, allt eftir mögulegu blæti viðskiptavina og er hægt að leigja herbergin á klukkustunda basis.
Þessi hótel voru töluvert fleiri fyrir nokkrum árum en sökum hertrar kynlífslöggjafar í japan þá fækkaði þeim svo um munar og má sjá myndir af yfirgefnum hótelum.
Þó eru hótelin enn í nokkrum þúsundum og er það nokkuð viðtekin venja að heimsækja slík hótel, og það ekki endilega í kynferðislegum tilgangi.
Þetta getur hentað pörum sem enn búa heima við þröngan kost eða pör sem vilja breyta til.
Þú þarft þó ekki að fljúga alla leið til Japan til að geta lyft þér og maka þínum upp því Ástarhótel má finna í París.
Það er spurning hvort Ísland ætti ekki að vera með í hópi slíkra stórborga.
Hér má sjá dæmi um nokkur slík herbergi.



